Fréttir

Ný veður- og upplýsingaskilti

Vegagerðin hefur sett upp tvö ný veður- og upplýsingaskilti, annars vegar við hringtorgið við Selfoss og hins vegar við Biskupstungnabraut. Á skiltunum eru allajafna birtar upplýsingar um veður, þ.e. vindátt, vindhraða og hitastig. Einnig kemur fram frá hvaða veðurstöð upplýsingarnar eru fengnar. Ef vindhraði fer yfir 15m/sek birtast einnig upplýsingar um það.

Jarðgöng vöktuð allan sólarhringinn

Vegagerðin rekur tvær vaktstöðvar og umferðarþjónustuna 1777. Eitt af hlutverkum vaktstöðvanna er að fylgjast með jarðgöngum landsins en 1777 veitir upplýsingar til vegfarenda til dæmis þegar eitthvað kemur uppá í jarðgöngum.

Vegir víða lokaðir vegna veðurs

Vonskuveður hefur gengið yfir landið með snjókomu og hvassviðri nú um helgina. Veðrið hefur haft mikil áhrif á færðina og vegir eru víða lokaðir eða þungfærir. Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast vel með veðurspám og kynna sér vel færðina á umferdin.is , upplýsingavef Vegagerðarinnar, ef ferðalög standa fyrir dyrum.

Bílasala hefur dregist saman um 60%

Nú liggja sölutölur fyrir á nýskráningum fólksbíla fyrstu þrjá mánuði ársins hjá Bílgreinasambandinu. Samdrátturinn í ár nemur rúmum 60% í samanburði við tölur yfir sama tímabil á síðasta ári. Nú voru skráðir 1.386 nýir fólksbílar frá áramótum og út mars, en 3.500 nýir fólksbílar seldust fyrstu þrjá mánuði ársins 2023.