Fréttir

Samdráttur í umferð á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin í nýliðnum janúarmánuði dróst saman um 1,6 prósent frá sama mánuði fyrir árið síðan. Þetta er þó mun minni samdráttur en á Hringveginum í janúar. Líklegt er að veður hafi mun minni áhrif á höfuðborgarsvæðinu enda var vegum lokað víða á Hringvegi um skemmri og lengri tíma í mánuðinum.

Suzuki bílar ehf innkalla 275 Suzuki Grand Vitara

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílum ehf um að innkalla þurfi 275 Suzuki Grand Vitara af árgerð 1998 til 1999.

Þema dagsins er öryggi fólks í umferðinni

112-dagurinn verður haldinn um allt land í dag, þriðjudaginn 11. febrúar og er sjónum að þessu sinni beint að öryggi fólks í umferðinni.

Yfir 16% hærra bensínverð hjá sama félagi - álagning eykst

Töluverð sveifla hefur verið á olíuverði á heimsmarkaði frá síðustu áramótum. Heimsmarkaðsverð á bensíni var nú í byrjun febrúar komið niður um ríflega 11% miðað við áramótaverðið. Að teknu tilliti til veikingar krónunnar gagnvart Bandaríkjadal þá er lækkunin um 10%.

Mikill samdráttur í umferð á Hringvegi í janúar

Umferðin á Hringveginum í janúarmánuði dróst mjög mikið saman eða um tæp átta prósent og leita þarf átta ár aftur í tímann til að finna viðlíka samdrátt. Samdráttur er í umferðinni á öllum landssvæðum. Slæmt veðurfar í mánuðinum skýrir líklega stóran hluta samdráttarins. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Vegagerðinni.

Ford Fiesta söluhæsti bíllinn á Bretlandseyjum

Ford Fiesta var söluhæsti bíllinn á Bretlandseyjum 2019. Alls seldust 77.833 bílar af þessari tegund.

BL innkallar BMW X6 bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 16 BMW X6 bifreiðar af árgerð 2014-2016.

Töluverður samdráttur í bílasölu í Bretlandi

Sala á nýjum fólksbílum í Bretlandi drógst saman um 7,3% í janúar samanborið við sama mánuð 2019. Sala á dísilbílum hefur ekki verið minni í 20 ár. Þetta kemur fram þegar rýnt er í sölutölur frá félagi breskra bifreiðaframleiðenda og bílasölumanna.

Frumsýning á nýrri hönnun Gen2 EVO

Formula E og FIA gáfu í vikunni aðdáendum sínum frumsýningu á nýrri hönnun Gen2 EVO. Nýi bíllinn mun keppa á komandi tímabili þar sem rafmagnskappakstursbílar munu etja kappi undir merkjum ABB FIA áheimsmeistaramótinu.

Suzuki tímabundið af Evrópumarkaði

Flest bendir til að japanski bílaframleiðandinn Suzuki þurfi að taka Jimny af markaði í Evrópu. Ástæðuna má rekja til strangra reglna um losun koltvísýrings í Evrópu.