Fréttir

Getur munað allt að 100 þúsund krónum á ári að velja ódýrasta bensínið

Það getur munað frá 60 upp í 100 þúsund krónum á ári ef neytendur velja ódýrasta eldsneytið sem stendur þeim til boða. Verð á bensínlítri hefur hækkað um 4-6 krónur í september. Yfir 50 króna munur er ódýrasta og dýrasta lítranum. Þetta var meðal þess sem kom fram í viðtali við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóri íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í fréttatíma á Rás 2 í morgun.

Bíða þurfi með framkvæmdir

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist þeirrar skoðunar að bíða þurfi með framkvæmdir að andvirði 100 milljarða króna a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu úr samgöngusáttmálanum. Nýtt kostnaðarmat upp á 300 milljarða kr. í stað 160 milljarða kr. geri þetta að verkum. Þá telur hann nær lagi að horfa til skemmri tíma, t.a.m þriggja ára í senn.

Tesla tekur stökk í nýskráningum fólksbifreiða

Fjöldi nýskráninga fólksbíla það sem af er á árinu er alls 13.472. Á sama tíma í fyrra voru þær 12.867 og nemur því aukningin um 4,7%. Dregið hefur úr sölunni í september þegar tölur í sama mánuði á síðasta ári eru skoðaðar. Alls er nýskráningar í september á þessu ári alls 770 en voru 934 í sama mánuði í fyrra að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu

Mik­il óvissa og óboðleg stjórn­sýsla

Að mati Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, eru stjórnvöld að hækka bif­reiðar­gjöld um of. Runólfur seg­ir það vera óboðlegt að enn séu þætt­ir í nýju fjár­laga­frum­varpi skild­ir eft­ir í óvissu. Þetta kom fram í viðtali við hann á mbl.is um helgina.

Mikilvægum áfanga náð í undirbúningi Sundabrautar

Stefnt er að opnum kynningarfundum um breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur og umhverfismats vegna Sundabrautar í byrjun næsta mánaðar. Framkvæmdir gætu hafist árið 2026.

Yfir 50 króna munur á eldsneytisverði á milli bensínstöðva

Bensín og dísilolía hefur hækkað í verði á heimsmarkaði síðustu vikuna á sama tíma og íslenska krónan hefur aðeins gefið eftir gagnvart Bandaríkjadal. Bensín og dísilolía hér á landi hefur hækkað hjá flestum olíusölum um fjórar til sex krónur í september. Undantekningin er Costco en þar hefur ekki komið til eldsneytishækkunar það sem af er september. Allt að 50.20 króna verðmunur er á hæsta og lægsta lítraverði á höfuðborgarsvæðinu.

Vatnsrásir í malbiki valda áhyggjum

Eins og margir vegfarendur hafa tekið eftir er víða að finna rásir í malbikuðum stofnvegum á höfuðborgarsvæðinu, en hætt er við að bílstjórar missi stjórn á bílum sínum þegar rásirnar fyllast af vatni og krapa í rigningar- og umhleypingatíð sem vænta má í haust og vetur.

BMW i7 lúxusbíll ársins hjá Auto Express

BMW i7 var kjörinn „Lúxusbíll ársins 2023“ af dómnefnd bílavefjarins og blaðsins Auto Express í Bretlandi.

Stefnu­leysi og skort­ur á framtíðar­sýn

Það vantar skýrileika í rekstrarumhverfi bílgreina á næsta ári. Innflytjendur ökutækja eru þegar byrjaðir að panta bíla til afhendingar í febrúar og mars. Óviðunandi sé að vita ekki hvernig verðleggja megi vöruna,“ segir María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, í samtali við ViðskiptaMoggann.

Ríkið hlustar á FÍB með öðru eyranu - kílómetragjald á rafbíla

Þrátt fyrir loðið orðalag í kynningu fjármálaráðherra á breyttri gjaldtöku af notkun ökutækja, þá er ljóst að áformað er að fara að hluta þá leið sem FÍB hefur lagt til um kílómetragjald.