Vetrardekkjakönnun ADAC

 http://www.fib.is/myndir/Kedjur.jpg

Kvartað hefur verið undan því að töflurnar í vetrardekkjakönnun ADAC 2007-2007 sem hægt er að nálgast hér á vefnum fib.is séu óskýrar og erfitt að rýna í þær. Við birtum því könnunina aftur hér í þeirri von að töflurnar séu læsilegri. Þótt allt lesmál sé á þýsku í þetta sinn, eru töflurnar auðskiljanlegar þótt góð þýskukunnátta sé ef til vill ekki til staðar - séu töflurnar á annað borð læsilegar. Einnig má finna könnunina hér með allt meginmál í íslenskri þýðingu.

Rétt er að árétta að flest dekkin í könnuninni hafa til síns ágætis nokkuð. Þau dekk sem ADAC telur mjög alhliða og góð vetrardekk fá þrjár störnur og sérstök meðmæli og kallast Besonders empfehlenswert. Þau dekk sem næst koma fá tvær stjörnur og meðmælin Empfehlenswert. Einnar stjörnu dekkin fá meðmælin Bedingt empfehlenswert og þau lökustu fá síðan rauðan mínus og einkunnina Nicht empfehlenswert sem þýðir ekki hægt að mæla með þeim.

Þá skal enn áréttað að því hærri tölugildi hvers prófunarþáttar eru, þeim mun verre stóð dekkið sig í viðkomandi þraut.  

 The image “http://www.fib.is/myndir/dekkjataknin.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.