Fyrsti rafbíllinn sem ekið er hringinn í kringum heiminn

Ævintýrakonan Lexie Alford setti á dögunum opinbert met með því að vera fyrsta manneskjan sem ekur í kringum allan heiminn á rafknúnu farartæki, nýjum Ford Explorer rafmagnsjeppa. Lexie ók nýjum Ford Explorer yfir marklínuna sem var í í frönsku borginni Nice.

Við þetta tækifæri sagði Jim Farley, forstjóri Ford„ sem var viðstaddur hátíðarhöldin vilja vekja upp ástríðu fyrirtækisins gagnvart rafbílum í Evrópu.

,, Nýi Explorer er til merkis um einstakan persónuleika Ford, sem er stimplaður á hvern bíl í þessari frábæru bílalest. Við erum stolt af því að setja á markað þennan nýja alrafmagna jeppa sem er hannaður sérstaklega fyrir vegi og viðskiptavini í Evrópu, og augljóslega fær um að flytja þig á hvaða stað sem er í heiminum.“

Ótrúleg ferð Ford Explorer rafmagnsjeppans náði yfir sex heimsálfur, en hann ók meira en 30.000 kílómetra í gegnum 27 lönd, eingöngu á raforku. Baráttan við rafmagnsleysi í Afríku, skort á hleðsluinnviðum í Atacama-eyðimörkinni í Chile, óbyggða vegi, fjallaskörð og frost, sannaði heldur betur hversu mikið afrek ferðalagið var í rafknúnu ökutæki.

Farartækið sem Lexie keyrði var forframleiðsluútgáfa af Ford Explorer rafmagnsjeppa sem nú verður innan fárra daga hægt að panta á Íslandi. Á meðan á ferðinni stóð notaði hún margvíslegar hleðslulausnir, allt frá 2,2 kw riðstraumstengjum til DC hraðhleðslutækja og færanlegs rafhlöðupakka.