Gengur barnið þitt yfir gervigangbraut í skólann?
Á haustin þegar skólar hafa aftur tekið til starfa erum við hjá FÍB að rýna í gönguleiðir barna í skólann og öðrum öryggisþáttum sem að þeim lúta. Við höfum tekið gangbrautir fyrir í gegnum árin, athugað öryggisgildi þeirra og eins hvort merkingar séu til staðar.
Sveitafélög eru mjög misjöfn í þessum efnum, meðan Hafnarfjörður og Kópavogur standa sig þokkalega í þessum efnum, er merkingum í Reykjavík sumstaðar ábótavant.
Mjög verulegt misræmi er milli sveitarfélaga hvað varðar frágang á gangbrautum. Verulega skortir á samræmi og samræmdar reglur og skilgreiningar um það hvað teljist fullgild gangbraut og hvernig beri að merkja hana.
Oft eru skólar með 1-2 gangbrautir í lagi næst inngangi skóla og láta það duga. Oftast eru fleiri gönguleiðir við skóla innan við 100 metra sem skólastjórnendur / sveitafélög taka blinda augað á.
Það sem athugun FÍB leiðir í ljós að helst er ábótavant varðandi frágang gönguleiða yfir akbrautir er eftirfarandi:
1. Mjög verulegt misræmi er milli sveitarfélaga hvað varðar frágang á gangbrautum. Verulega skortir á samræmi og samræmdar reglur og skilgreiningar um það hvað teljist fullgild gangbraut og hvernig beri að merkja hana. Eftirlit með þessum málum virðist ekkert vera og lögum og reglugerðum lítt eða ekki framfylgt.
2. Umferðarlög og reglugerðir um merkingar eru þverbrotnar á mörgum stöðum.
3. Í Reykjavík er það áberandi hversu zebramerktar gangbrautir eru sjaldgæfar.
4. Í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði eru fyrrnefndar merkingar víðast hvar góðar og mun betri en í höfuðborginni.
5. Lýsingu við gangbrautir er víða ábótavant.
6. Talsvert er um misvísandi yfirborðsmerkingar, merkingar sem ekki eru zebramerkingar og eiga sér því ekki stoð í lögum og reglum.
7. Ekkert samræmi er í notkun hraðahindrandi mannvirkja við gangbrautir.
Gangbraut Já takk umferðarátak
Hér að neðan er að líta nokkur dæmi.