Rannsóknarboranir vegna Sundabrautar

Jarðtækni­bor­an­ir eru hafn­ar í veg­stæði Sunda­braut­ar. Þær hafa staðið yfir með hlé­um frá því í byrj­un janú­ar. Það er Vegagerðin sem sér um bor­an­irn­ar, bæði á landi og sjó. Borað hef­ur verið á nokkr­um stöðum á Kjal­ar­nesi og í Geld­inga­nesi en ekki eru hafn­ar bor­an­ir í Gufu­nesi. Þess má geta að rann­sókn­ir á hafs­botni hófust fyrir nokkrum vikum.

Þau tíma­mót urðu í Sunda­braut­ar­verk­efn­inu á dög­un­um að byrjað var að bora í Klepps­vík. Vænt­an­leg brú milli Sunda­hafn­ar og Gufu­ness mun liggja yfir vík­ina.

Haft er eftir Helgu Jónu Jón­as­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri Sunda­braut­ar hjá Vega­gerðinni, að reiknað er með að bor­an­ir fyr­ir Sunda­braut standi eitt­hvað fram á sum­arið, lík­lega út júní­mánuð. Áformað er að þessi sama út­gerð verði síðan notuð í frek­ari rann­sókn­ir í Sunda­höfn fyr­ir Faxa­flóa­hafn­ir og mögu­lega önn­ur verk­efni á höfuðborg­ar­svæðinu.

Til verks­ins er notaður pramm­inn Ýmir RE sem er í eigu Ístaks. Borað verður bæði á sjó og landi og er mark­miðið að kanna dýpi niður á klöpp og burðar­hæfi jarðlaga í veg­stæðinu.