Tesla á undir högg að sækja

Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla á undir högg að sækja um þessar mundir. Um helgina tilkynnti Tesla um verðlækkun á bílum sínum víða um heim. Það er gert til að bregðast við dvínandi sölu og samkeppni í rafbílaiðnaði sem hefur valdið Tesla vandræðum.

Í minnisblaði sem lekið var til starfsmanna Tesla um helgina útskýrði forstjórinn Elon Musk uppsagnirnar að hluta og sagði að fyrirtækið hefði tekið þá erfiðu ákvörðun að fækka starfsmönnum um meira en 10% á heimsvísu.

Hagrætt verður á flestum sviðum innan fyrirtækisins. Rafbílaframleiðandinn heldur áfram að glíma við mikinn sölusamdrátt.og hlutbréf hafa hríðfallið. Um 150 þúsund þúsund manns vinna hjá Tesla og er því ljóst að vel yfir tíu þúsund manns muni missa vinnuna á næstu vikum og mánuðum.

Samdráttur varð í sölu Tesla á heimsvísu á fyrsta fjórðungi ársins. Það er í fyrsta sinn í fjögur ár sem það gerist. Fyrirtækið stefndi á að koma á markað ódýrari bíl en þeim óformun hefur verið ýtt til hliðar. Hlutbréf í fyrirtækinu hafa fallið um rúm 40% á þessu ári.