Þýskt dagblað segir Saab og Lancia vera dauðadæmd

http://www.fib.is/myndir/Fiat_330.jpg

Þýska blaðið Frankfurter Allgemeine Zeitung fullyrti á Netútgáfu sinni í gærkvöldi að samkvæmt 103 blaðsíðna leyniplaggi frá Fiat sem blaðið hefði undir höndum, sé það áætlun stjórnenda Fiat að eignast verksmiðjur og starfsemi GM í Evrópu og sameina Fiat/Chrysler. Leyniplaggið kallast Project Football. Í því segir að 18 þúsund starfsmönnum verður sagt upp, 10 verksmiðjum í Evrópu verður lokað og vörumerkjunum Lancia og Saab verður slátrað.  

Eftir að fréttin birtist í gærkvöldi var innihaldi hennar umsvifalaust neitað af talsmönnum Fiat. Þeir segja að plaggið sé falsað og benda á að það sé á ensku en á Ítaliu tali menn og skrifi á Ítölsku. Blaðið stendur hins vegar við fréttina. 

Á meðfylgjandi mynd sést hvar á að loka verksmiðjum og hvað muni sparast við það.
http://www.fib.is/myndir/Lokanir.jpg