Fréttir

Sleifarlag og ábyrgðarleysi Reykjavíkurborgar vegna umferðartafa á Sæbraut

Höfuðborgarbúar hafa mátt þola óeðlilega miklar tafir í umferðinni síðustu vikur og mánuði. Frétt um þetta er á vef Ríkisútvarpsins í dag. Í fréttinni er haft eftir Guðbjörgu Lilju Erlendsdóttur, samgöngustjóra Reykjavíkurborgar að hennar fólk sé meðvitað um vandann. Skynjarar á ljósum við gatnamót Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar eru óvirkir og það ástand hefur varað í töluverðan tíma. Grænu ljósin loga of stutt þannig að ekki næst að bregðast við umferðarmagni á hverjum tíma. Síðan er haft beint eftir Guðbjörgu. „Það er of stutt grænt ljós þarna. Það er bara þannig og við þurfum að koma því í lag.“

Hraunið flæðir yfir Grindavíkurveg

Hraunið úr eld­gos­inu sem hófst í morg­un er byrjað að flæða yfir Grinda­vík­ur­veg við afleggjarann að Bláa lóninu. Vegagerðin fylgist grannt með stöðu mála vegna eldgossins sem hófst um klukkan sex í morgun.

Gríðarlegur uppgangur hjá kínverska rafbílaframleiðandanum BYD

Uppgangur hjá kínverska rafbílaframleiðandanum BYD, Bild your dreams, er gríðarlegur um þessar mundir. Elon Musk, forstjóri Tesla, sagði í viðtali í fyrra ekki hafa mikla áhyggjur af þessum vexti bílaframleiðandans. Nú er komið annað hljóð í strokkinn og finnst mörgum samkeppnisaðilum hreinlega stafa ógn af þessum vexti BYD.

Aldrei áður mælst meiri umferð í janúar á höfuðborgarsvæðinu

Meiri umferð hefur ekki áður mælst á höfuðborgarsvæðinu í janúarmánuði líkt og í þeim sem nú er nýliðinni. Umferðin jókst um tæp fjögur prósent. Fyrra met var slegið í janúar fyrir ári af því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Þetta er alveg óviðunandi staða

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðarráðherra, segir að skoða verði sem allra fyrst ástæðu fjölda banaslysa sem orðið hafa í umferðinni í byrjun ársins. Ástandið sé algjörlega óviðunandi. Sex manns hafa látist í fjórum mismundandi umferðarslysum. Jafnmargir látist í umferðinni allt árið 2019.

Rafbílaprófunum við vetraraðstæður lokið

Vetrarafbílarannsókn Félags norskra bifreiðaeigenda, NAF, og Motor félagstímaritsins er lokið. Prófanir hófust í gærmorgun og lauk þeim með formlegum hætti í dag og liggja nú fyrir endanlegar niðurstöður. FÍB var aðili að rannsókninni og aðstoðaði við framkvæmdina. NAF rafbílarannsóknin er sú viðamesta í heiminum ogvar þetta í fimmta sinn sem hún er framkvæmd. Gerðar eru vandaðar prófanir á drægni og úttektir á rafbílum að vetrarlagi. Rannsóknir sem þessar hafa einnig verið framkvæmdar að sumarlagi.

Bíleigendur hvattir til að skrá inn kílómetrastöðuna með reglulegu millibili

Fyrri notkun vetnis, raf- og tengiltvinnbíla veldur háum kílómetragjaldsreikningum sumra eigenda slíkra bíla. Ýmsum hefur brugðið yfir fjárhæðinni. Sérfræðingur hjá FÍB segir að í sumum tilfellum megi rekja háa reikninga sumra rafbílaeigenda fyrir kílómetragjald til fortíðar bílsins að því er fram kemur í umfjöllun um málið á ruv.is

Enn slegin met í umferðinni á Hringveg

Umferðin í janúarmánuði á Hringvegi reyndist nærr sex prósentum meiri en í janúar árið 2023. Þetta leiddi til þess að aftur er sett met en umferð í janúarmánuði hefur aldrei mælst meiri á Hringveginum. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Vetrarprófanir á rafbílum

Vetrarafbílarannsókn Félags norskra bifreiðaeigenda, NAF, og Motor félagstímaritsins stendur nú sem hæst. Prófanir hófust í morgun og þeim lýkur formlega seinni partinn á fimmtudag og þá ættu endanlegar niðurstöður að liggja fyrir. FÍB er aðili að rannsókninni og aðstoðar við framkvæmdina. NAF rafbílarannsóknin er sú viðamesta í heimunum og er þetta í fimmta sinn sem hún er framkvæmd.

Sex hafa látist í umferðarslysum það sem af er árinu

Einn lést í umferðaslysi sem varð á Suðurlandsvegi við Sólheimajökul nærri Pétursey í gærkvöldi. Það sem af er árinu hafa sex manns látist í fjórum umferðarslysum og hafa aldrei áður látist fleiri í umferðarslysum í janúar. Skár Samgöngustofu ná aftur til ársins 1973. Fimm lét­ust í um­ferðarslys­um í janú­ar­mánuði árið 1977.