Carnet de Passages en Douane
CPD er eins konar vegabréf bílsins.
CPD er alþjóðlegt tollskírteini sem leyfir tímabundinn innflutning á vélknúnu ökutæki (einkabifreið, mótorhjóli eða atvinnubifreið) í löndum þar sem CPD er krafist.
Það þjónar sem tollskýrsla sem auðkennir ökutækið sem á að flytja inn og felur einnig í sér alþjóðlega ábyrgð fyrir tollyfirvöld á greiðslu tolls og aðflutningsskatta sem verða gjaldfærðir, ef ökutækið verður ekki flutt aftur út úr landinu.
Þannig flýtir CPD fyrir og auðveldar afgreiðslu ferðamanna og færartækis þeirra á landamærastöð, þar sem í CPD er alþjóðlega viðurkennd ábyrgð. Engin þörf er á að safna kvittunum og rukka endurgreiðslu á staðgreiðslu á staðbundnum tollstöðum á ferðalaginu.
Enn í dag er CPD krafist í fjölmörgum löndum um allan heim vegna tímabundins innfluttnings einkabifreiða, atvinnutækja eða annarra flokka vélknúinna ökutækja. CPD eru gefið út af bifreiðasamtökum tengdum FIA og AIT um allan heim.
Félagsmenn FÍB geta sótt um CPD hjá systurfélagi FÍB í Þýskalandi ADAC