EuroNCAP


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Er þinn bíll öruggur

Euro-NCAP stendur fyrir „European New Car Assessment Programme.“ EuroNCAPstofnunin er sameign bifreiðaeigendafélaganna í Evrópu. EuroNCAP árekstursprófar nýja bíla og metur öryggi þeirra á hlutlægan hátt.

Allir nýir bílar sem eru á markaði í Evrópu verða að standast tilteknar lágmarks öryggiskröfur. En eftir að Euro-NCAP varð til og hóf að meta öryggi bíla kerfisbundið hefur starfsemin virkað mjög hvetjandi fyrir bílaframleiðendur til að gera bílana sífellt öruggari.

Í öryggisprófunum EuroNCAP er styrkur og þol bíla prófað m.a. í árekstrum m.a.framanfrá og frá hlið. Kannað er einnig hvaða öryggisbúnaður er til staðar í bílnum og hvernig hann virkar þegar slys verður. Út frá þessu er síðan metið hversu vel bíllinn verndar þá sem í honum eru, bæði fullorðna sem börn, og gefnar eru stjörnur fyrir öryggi hans.

Hér að neðan getur þú hugsanlega fundið þinn bíl, eða þann bíl sem þú hefur áhuga á að eignast, og skoðað hversu vel hann verndar þig og þína ef slys verður.

 

EuroNcap security

Meginþáttur stjörnugjafar er vernd fullorðinna í bílnum (Adult occupant).

Einnig eru gefin stig fyrir vernd barnanna í bílnum (Child occupant).

Öryggi gangandi vegfarenda sem fyrir bílnum verða (Pedestrian).

Hvernig nýtist nýjast tækni bílnum á götunni (Safety Assist). 

Hæsta stjörnugjöf er fimm stjörnur.

SKOÐAÐU ÞINN BÍL