Kuldi og rafbílar

bmw-ix-ev-winter

Yfir köldustu mánuði ársins má gera ráð fyrir að drægni rafbíla minnki þó nokkuð. Áhrif kulda á drifrafhlöðu bílsins dregur úr getu hennar til að geyma og skila frá sér rafmagni sem endurspeglast síðan í fjölda ekinna kílómetra á hverri hleðslu.

Allir nýir bílar undirgangast WLTP prófun sem segir til um raun drægni bílsins. Þessar mælingar eru framkvæmdar með ákveðnum skilyrðum við prófun. Raundrægni bílsins meðal annars miðaðu við að útihitastig sé frá  14 til 23°C sem er umtalsvert meiri hiti en við eigum að venjast yfir vetrarmánuðina á Íslandi. 

Í grunninn eru tvær megin ástæður fyrir því að drægni rafbíla er ekki sú sama yfir veturinn eins og yfir sumarið.

Í fyrsta lagi þá tekur miðstöð og annar kyndibúnaður umtalsvert meiri orku sem annars hefði farið í knýja bílinn áfram. Síðan er það vegna áhrifa kuldans á virkni rafhlöðunnar. Eftir því sem lofthiti lækkar hægist á efnafræðilegri getu drifrafhlöðunnar til að framkalla og geyma orku.

Nokkur atriði sem geta hjálpað til við að ná betri drægni á rafbílnum.

  • Tökum áætlaða drægni sem birtist í mælaborði með fyrirvara. Sú tala er byggð á fyrra aksturlagi og aðstæðum. Hægt er að ná raunhæfari áætlun með því að taka kílóvattstunda notkun á hverja ekna 100km (kWh/100 km) og deila því með stærð rafhlöðunnar í bílnum. Sem dæmi þá er orkueyðsla bílsins 23kWh/100 km og stærð rafhlöðunnar 64kw. Því deilum við 64 með 24 og marföldum með 100 km (64/23)*100 = 278 km áætluð drægni miðað við uppgefnar forsendur. Ath. nothæf rýmd á drifrafhlöðunnar getur verið 95-99% af raunstærð.
  • Sparnaðarstilling er á flestum ef ekki öllum rafbílum. Með því að stilla á sparnaðarstillingu (e. Eco mode)  dregur bíllinn meðal annars úr orkunotkun á drifmótor og miðstöð. Þetta hjálpar til við að ná aukinni drægni en bíllinn gæti verið kraftminni fyrir vikið og miðstöð ekki hitað jafn vel.
  • Hleðslubremsan (e. regenerative braking) er góð leið til að ná betri drægni og spara hemlanotkun. Hleðslubremsan sér um að virkja orkuna sem myndast við hægja á bílnum og koma henni aftur inn á rafhlöður bílsins í stað þess að hún glatist sem hiti í gegnum bremsur bílsins.
  • Kynding eins og miðstöð og sætishitarar eru einn allra orkufrekasti búnaður bílsins fyrir utan drifmótorinn sjálfan. Notum hita í sætum og stýri fremur en að kynda upp allt rýmið. Þá er einnig góð regla að nota forhitunarstillingu á miðstöð sé hún til staðar og hita bílinn upp á meðan hann er í hleðslu.
  • Skipuleggjum ferðina – Ef það er stefnt á lengri ferðir út á land þá er gott að kynna sér hvernig veðri má búast við, er mikill vindur, hvernig er hitastigið eða er von á snjókomu? Allir þessir þættir hafa áhrif á raundrægni bílsins. Gott er að kynna sér staðsetningu hleðslustöðva sem eru í boði á leiðinni þrátt fyrir að ekki sé stefnt á að nota þær því það er aldrei að vita hvað getur gerst. Þá getur einnig verið gott að nýta forhitunarmöguleika á rafhlöðu sé hann til staðar. Með kjörhitastig á rafhlöðunni þá tekur bíllinn hraðar við hleðslu.