Nýr mengunarmælikvarði
Í hverju felst munurinn á NEDC og WLTP?
Undanfarna áratugi hefur verið notast við New European Driving Cycle (NEDC) próf við mælingar á eldsneytiseyðslu og útblæstri bifreiða. Í seinni tíð hafa heyrst gagnrýnisraddir um að prófið gefi ranga mynd af raunverulegri eyðslu og útblæstri. Í kjölfarið ákvað Evrópusambandið að taka upp nýjar prófunar aðferðir sem eiga að gefa yfirvöldum og neytendum betri mynd af raunverulegri eyðslu og útblæstri. Nýji staðallinn Worldwide Harmonised Light Vehicle Test Procedure (WLTP) verður mun ýtarlegri þar sem prófanir verða ekki eingöngu framkvæmdar á tilraunastofu heldur einnig í raunverulegum aðstæðum. Hér að neðan má sjá í hverju helstu breytingar felast.
Hverju breytir þetta neytendur?
Búast má við því að skráður útblástur og eldsneytiseyðsla bílsins sé í raun meiri en eldri próf sýndu fram á. Niðurstöðurnar munu síða veita neytendum vitneskju varðandi raun eyðslu og mengun ásamt því að geta framkvæmt markhæfari samanburð milli þeirra kosta sem fyrir eru á markaði.
Kostnaður?
Samhliða innleiðingu á nýju stöðlunum þá hefur Evrópusambandið gefið út að breytingarnar skulu ekki að bitna á neytendum í formi hærra vöruverðs heldur skulu ríkisstjórnir lækka skatta í takt við hækkað útblásturgildi.
Hér á Íslandi eru vörugjöld á farartæki ákvörðuð út frá útblæstri þ.e. CO2 gildi bílsins. Að öllu óbreyttu má því búast við einhverjum verðhækkunum á nýjum bílum sem mælast með hærra CO2 gildi en fyrri mælingar sögðu til um. FÍB hefur sent erindi til stjórnvalda þar sem hvatt er til mótvægisaðgerða svo hægt sé að lágmarka yfirvofandi verðhækkun á neytendur.
Hvenær tekur þetta gildi?
Frá og með 1. september 2018 þurfa niðurstöður úr WLTP prófunum á nýjum bílum að liggja fyrir og vera aðgengilegar neytendum. Undantekning er þó á þeim bíltegundum komnar voru í framleiðslu fyrir þann tíma.
Ári síðar eða 1. september 2019 skulu allir nýjir bílar sem eru seldir hér á landi að vera með niðurtöður úr WLTP prófunum. Með undantekningu þar sem takmarkað magn eftirársbílar geta enn verið seldur án þess að hafa undirgengist WLTP prófanir.
Stjórvöld hér á landi hafa til þessa ekki gefið út neina tilkynningu varðandi innleiðingu lagana en dæmi eru um að önnur ríki í Evrópu hafi óskað eftir lengri aðlögunarfrest eða til ársins 2020.
Nánari upplýsingar má nálgast hér