Umhverfið
Er rafbíllinn í alvöru svona umhverfismildur?
Framleiðsla bílsins og hvaðan hann fær strauminn eru mikilvægustu þættirnir í umhverfisdæminu.
Sérstaða Íslands
Önnur Evrópuríki búa fæst svo vel. Þau framleiða rafmagn með ýmsu móti. Hinn endurnýjanlegi hluti orkunnar er einkum framleiddur með vindorku, orku fallvatna og sólarorku. Að öðru og að mismiklu leyti er rafmagn framleitt í orkuverum sem brenna gasi, olíu eða kolum eða þá í kjarnorkuverum. Ísland er þarna í sérflokki.
Framleiðsla rafbílanna
En hin umhverfislegu áhrif eru margþætt og þegar sjálf framleiðsla rafbílanna frá upphafi og til þess að hann stendur tilbúinn til notkunar er greind, sýnir það sig að heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá framleiðslu rafbíla er meiri en frá framleiðslu hefðbundinna bíla. Umframmagnið kemur frá framleiðslu sjálfra rafhlaðanna. Framleiðsla hans skilur eftir sig dýpri kolefnisspor en framleiðsla hefðbundinn brunahreyfilsbíla.
Heildarniðurstaðan er jákvæð
Þegar losun gróðurhúsalofts frá notkun rafbílanna er metin skiptir það mestu fyrir útkomuna hvaðan raforkan sem knýr bílana kemur. Ef raforkan kemur einvörðungu frá orku fallvatna er losunin því sem næst engin en miklu meiri að sjálfsögðu frá bílum sem knúnir eru af bensíni og dísilolíu.
En þótt rafmagnið komi frá orkuverum sem brenna gasi, kolum eða olíu, er losunin engu að síður mun minni frá rafbílnum en sambærilegum bíl með brunahreyfli. Það er vegna þess hversu rafmótorinn nýtir miklu betur orkuna en brunahreyfilsbíllinn getur. Í hinu stóra samhengi nær rafbíllinn nánast strax jöfnuði við brunahreyfislbílinn og eykur svo forskotið jafnt og þétt því lengur sem hann er í notkun þegar að lokauppgjörinu kemur. Þar stendur rafbíllinn eftir sem sigurvegari þegar heildarlosunin frá framleiðslu og allri notkun bílanna frá því að framleiðsluferlið hófst og þar til bílarnir eru uppslitnir og ónýtir og enda ævina í endurvinnslunni.
Endurnýtanlegir rafgeymar
Rafgeymarnir í rafbíl eiga að endast allan líftíma bílsins. Í ljós hefur komið að jafnvel við ævilok rafbíla getur verið umtalsverð afkastageta enn eftir í geymunum. Þegar er byrjað að endurnýta gamla rafbílageyma með því að setja þá í nýja rafbíla. Ennfremur geta þeir vel nýst sem vara- eða aukaaflgjafi fyrir hús og sem safngeymar fyrir raforku sem verður til í sólarsellum og vindmyllum.
Samviskubit óþarft
Enda þótt losun gróðurhúsalofttegunda sé meiri frá framleiðslu rafbíls en sambærilegs brunahreyilsbíls og þannig halli á rafbílinn við upphaf notkunar þá er rafbíllinn fljótur að draga á brunahreyfilsbílana eftir að notkun er hafin og bilið breikkar stöðugt, því meir og lengur bílarnir eru í notkun.
Það er því engin ástæða til samviskubits yfir því að fá sér rafbíl og allra síst á Íslandi þar sem nánast öll raforkan er sjálfbær..