Sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu var haldin föstudaginn 26. ágúst 2016
Ekið var u.þ.b. 5 klst. - frá bensínstöð Atlantsolíu Bíldshöfða og til bensínstöðvar Atlantsolíu Glerártorgi Akureyri(381,6 km) með 30 mínútna stoppi á Gauksmýri(188,8 km). Ökumaður þess bíls sem minnst eldsneyti notar, að teknu tilliti til refsistiga, í hverjum flokki um sig hlaut verðlaun en aðalverðlaunin voru veitt þeim ökumanni sem minnstu eldsneyti eyddi í keppninni, að teknu tilliti til refsistiga.
Renault Clio sigurvegari í Sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu 2016
Eldsneytiskostnaður bílsins sem sigraði í sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu reyndist einungis 2.740 krónur á rúmlega 380 km langri keppisleiðinni Reykjavík-Akureyri. Bíllinn er Renault Clio fólksbíll með 1,5 l dísilvél. Hann er fimm manna fólksbíll og eyddi sem svarar 4,02 lítrum á hundraðið. Ökumaður hans var Sigurður Stefánsson og er hann því nýkrýndur Íslandsmeistari í sparakstri.
Árgjaldið í FÍB er aðeins kr. 10.080. Skrifstofa FÍB sendir þér félagsgögn, þegar greiðsla hefur borist og þú getur byrjað að notfæra þér margvíslega þjónustu félagsins.