Um FÍB
FÍB eru stærstu frjálsu neytendasamtök landsins.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda er hagsmunafélag bifreiðeigenda og viðurkennt sem slíkt af stjórnvöldum. Fulltrúar FÍB eiga setu- og tillögurétt í nefndum á vegum hins opinbera og félagið fær til umsagnar frumvörp, tillögur og reglugerðir frá löggjafar- og framkvæmdarvaldinu. Félagið fylgist með samráðsgátt stjórnvalda og setur inn ályktanir og/eða athugasemdir ef þurfa þykir. FÍB veitir hagnýta tækni og lögfræðiráðgjöf og fjölbreytta þjónustu til félagsmanna. FÍB er aðili að FIA Alþjóða samtökum bifreiðaeigenda. Samstaða bifreiðaeigenda í einu neytendafélagi eflir og styrkir áhrifamátt þeirra.