Hvað hefur áhrif á verðið?
Verðmæti notaðra bíla ræðst fyrst og fremst af því hvað markaðurinn er tilbúinn að borga fyrir þá.
Ýmis atriði hafa áhrif á verðmæti notaðra bíla eins og tegund, útlit og ástand, eknir kílómetrar og viðhald, samkeppni í sölu notaðra bíla milli bílasölufyrirtækja og samkeppni bílasölufyrirtækja við söluvefi á Internetinu og svo auðvitað framboð og eftirspurn.
Kílómetrastaðan
Kílómetrastaðan á teljara bílsins hefur veruleg áhrif á verðið. Meðal ársakstur bíla er í kring um 15 þ. km. Bíl sem ekið hefur verið undir þessu ársmeðaltali er líklegri til að vera verðmætari en bíl sem ekið hefur verið yfir ársmeðaltalinu.
Tæknilegt og almennt ástand
Bílategundir eru misjafnlega vinsælar og þar með söluvænar. Tæknilegt og almennt ástand bíls hefur einnig áhrif á hversu seljanlegur bíll er. Ef það er gott er bíllinn gjarnan auðseljanlegri og líklegt að það skili sér í betra söluverði fyrir seljanda, þótt það sé ekki algerlega einhlítt. Það er nefnilega ekkert alveg víst að umtalsverð verkstæðisvinna við að koma sölubíl í fullkomið stand, skili sér að fullu í vasa seljandans.
Verðfall
Grafið hér að neðan gefur vísbendingu um hversu mikið má gera ráð fyrir að verðmæti fólksbíla rýrni í tímans rás. Forsendurnar er raunverulegt nývirði bíla af ýmsum tegundum og það verð sem svo fékkst fyrir þá notaða. Misjafnt er eftir tegundum og gerðum hversu vel þeir halda verðgildinu. Ástand bíla og kílómetrastaða samskonar bíla er einnig mismunandi þannig að grafið sýnir einkonar meðaltal.
Hvaða verð á að setja á bílinn?
Hugmyndir um mögulegt verð er t.d. hægt að nálgast vefsíðum bílasala t.d. bílasölur.is.