Skilmálar Vegbót
- Skilmálar þessir gilda um allar tilkynningar sem berast í gegnum „Vegbót“ tilkynningargátt Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB).
- Veghaldari er sá sem hefur veghald með höndum hverju sinni, skv. vegalögum nr. 80/2007
- FÍB sér um rekstur á tilkynningagátt vegna frávika sem snúa að umferðamannvirkjum eins og götum, stígum, lýsingu og merkingum. FÍB, er ábyrgðaraðili við vinnslu persónuupplýsinga, sem verða til við notkun tilkynningargáttar.
- Staðsetning fyrir hverja tilkynningu er skráð handvirkt eða með staðsetningarbúnaði snjalltækis.
- Innsendar tilkynningar eru sendar áfram með tölvupóst á veghaldara.
- FÍB ábyrgist ekki bilanir eða villur sem geta komið upp á vefsíðu eða tölvubúnaði félagsins sem geta stöðvað eða tafið afhendingu tilkynninga.
- FÍB ábyrgist ekki að tilkynningar berist viðeigandi veghaldara eða hvort veghaldari sinni innsendri tilkynningu.
- FÍB ber á engan hátt samábyrgð með veghaldara og ábyrgist því ekki tjón sem hafa orðið eða verða til eftir að tilkynningu hefur verið skilað inn.
- FÍB hvetur notendur til að hafa beint samband við veghaldara sé einhver vafi um að tilkynning hafi ekki borist eða tilkynningu ekki sinnt.
- FÍB fylgir tilkynningum ekki eftir nema tilefni þyki til.
- Ef tilkynnt frávik, sbr. 3. tl., hefur valdið eignatjóni eða líkur á því skal hafa beint samband við veghaldara, enda er tilkynningum inn á Vegbót eingöngu ætlað að gera veghaldara viðvart um frávik.
- Ef tilkynnt frávik hefur valdið eða líkur á að geti valdið slysum skal tafarlaust hafa samband við Neyðarlínuna í 112.
- FÍB áskilur sér rétt til að áframsenda á þriðja aðila Staðsetningaupplýsingar, viðbótaupplýsingar í „annað“ reit og innsendar myndir.
- FÍB áskilur sér rétt til að hafa samband við notenda byggt á þeim upplýsingum sem hann hefur skráð inn.
- FÍB er umhugað um persónuvernd og vernd persónuupplýsinga. Við stofnun aðgangs og notkun á tilkynningargátt er unnið með nafn notanda, kennitölu, símanúmer, tölvupóstfang, bílnúmer, staðsetningu og eftir atvikum ljósmyndir. Öll vinnsla persónuupplýsinga, þ.m.t. öflun, skráning, vistun, miðlun og meðferð þeirra á vegum FÍB, lýtur lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og öðrum reglum sem settar hafa verið á grundvelli persónuverndarlaga. FÍB aflar, skráir, vistar og miðlar upplýsingum í þeim tilgangi að geta veitt notenda aðgang að Vegbót og þjónustu sem felst í notkun hennar, til að gera notanda kleift að nota tilkynningargátt og til að geta haldið utan um notkunarsögu í gáttinni. Þá mun FÍB nota upplýsingarnar til að geta sett sig í samband við notanda, þ.á.m. til að tilkynna notanda um breytingar á Vegbót, svo sem á virkni eða stillingum. FÍB mun ekki nota upplýsingarnar í öðrum tilgangi án þess að afla sérstaklega samþykkis notanda fyrir slíkri vinnslu.
- Með því að stofna aðgang að Vegbót og skrá inn umbeðnar persónuupplýsingar staðfestir notandi um leið að hann sé samþykk(ur) því að skráðar persónuupplýsingar séu vistaðar í gagnagrunni FÍB og að heimilt sé að vinna þær í samræmi við þessa skilmála. Vinnsla persónuupplýsinga sem nauðsynleg er vegna notkunar á tilkynningargátt, þ.m.t. söfnun, skráning, vistun og miðlun framangreindra persónuupplýsinga byggir á samþykki notenda við skilmálunum. Heimild til þessa er í 2. tl. 9. gr. persónuverndarlaga. Um réttindi skráðra einstaklinga, varðveislutíma persónuupplýsinga og öryggi þeirra vísast að öðru leyti til persónvuerndarstefnu FÍB.
- FÍB áskilur sér rétt til að vinna með og greina ópersónugreinanlegar upplýsingar um notkun notanda á Vegbót í rannsóknar- og forvarnarskyni.