Gögn ber að meðhöndla sem persónuupplýsingar
Fyrstu niðurstöður nýrrar rannsóknar sem framkvæmd hefur verið af FIA, Alþjóðasamtökum bifreiðaeigenda, sýna að hægt sé að rekja flest gögn úr bílum til notanda og eigi því að meðhöndla sem persónuleg gögn.
Í rannsókninni var skoðað hvernig núverandi og verðandi löggjöf Evrópusambandsins um gagnavernd og ábyrgð gæti átt við um gögn sem ökutæki búa yfir. Þarna er öllum tilraunum til að flokka gögn eftir því hvort þau teljast vera tæknilegs eðlis eða ekki eins og bílaframleiðendur vilja gera hafnað.
Þó upplýsingar séu tæknilegar eðlis er jafn mikilvægt að gæta persónuverndar. Til dæmis tæknilegar upplýsingar um litla olíu í ökutæki er hægt að tengja við tiltekinn viðskiptavin og tengist þeirri persónu beint.
Gert er ráð fyrir að persónuverndarlöggjöf, sem tæki að öllum líkindum gildi í maí 2018, skýri hugtakið um gagnaflutningsgetu sem mun gefa notendum leyfi til að flytja persónuupplýsingar til þriðja aðila ef eftir því er óskað. Þetta er gert fyrst og fremst til að tryggja samkeppni.
Aftur á móti getur löggjöf um persónuvernd ekki verið nægileg til að tryggja samkeppni. Blikur eru á lofti varðandi tafir sem upp gætu komið og eins gæði þeirra gagna sem á að veita.
,,Þessi rannsókn leiðir skýrt í ljós að flest gögn sem verða til við notkun bílsins ber að meðhöndla sem persónuupplýsingar. Það er ekki hægt að veita bílaframleiðendum einstakan aðgang eftir eðli gagna eða skuldbindingu. Á meðan persónuverndarlöggjöf mun auka réttindi notenda getur hún ekki komið í stað löggjafar um tækni og samkeppni til að tryggja frjálst val og nýsköpun“ segir Laurianne Krid framkvæmdastjóri FIA.
Rannsóknin mun einnig leiða í ljós hvort fjárskuldbindingar tryggi rétt til að fá aðgang að gögnum til framleiðeinda. Hvorki tilskipun um varaábyrgð né tilskipun um framleiðsluöryggi skylda framleiðendur til að fylgjast með gögnum um leið og ökutækin eru á ferð.
Ef þörf er á slíkum gögnum verður samþykki eigenda alltaf að liggja fyrir. Gögnunum ættu jafnframt að vera deilt með framleiðendunum sem eiga í hlut.
Upphaflegar niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar sem hluti af verkaskiptingu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um aðgang að gögnum. Rannsóknin hefur verið unnin á síðustu mánuðum en endanleg niðurstaða ætti að liggja fyrir á næstu vikum.