30.06.2016
Sumarumferðin á hraðbrautum Þýskalands, Frakklands og annarra ríkja á meginlandi Evrópu er nú að nálgast það sem hún verður mest. Skólum var lokað um síðustu helgi vegna sumarleyfa, milljónir fólks eru á faraldsfæti og umferðin á vegunum mikil og er búist við að hún verði gríðarleg um helgina sem framundan er.
29.06.2016
Fulltrúar Volkswagen AG og bandarískra stjórnvalda gengu í gær frá samkomulagi um lendingu dísilsvikamálsins sem þar vestra er nefnt Dieselgate. Samkvæmt því skal VW ýmist kaupa til baka eða lagfæra þá dísilbíla í USA sem útbúnir voru með búnaði sem slökkti á mengunarhreinsibúnaði vélanna nema þegar þeir voru mengunarmældir
28.06.2016
Sú upfærsla og breyting sem Volkswagen hyggst gera á þeim dísilbílum sem hinn ólöglegi búnaður sem fegraði útblástursmengunargildi bílanna er í, virðist ekki hafa áhrif á afl og afköst bílanna til hins verra. Rannsókn sem ADAC, systurfélag FÍB í Þýskalandi hefur gert í samvinnu við FIA, leiðir þetta í ljós.
28.06.2016
Sérstakt sameiginlegt átak EuroRAP / i-RAP og vegagerðarinnar í Slóvakíu í að endurbæta hraðbrautir og aðalvegi í Slóvakíu er afstaðið. Átakið fólst í því að fyrst var gerð EuroRAP-öryggisúttekt á vegunum og eftir að þeir ágallar og svartblettir sem úttektin leiddi í ljós, höfðu verið skilgreindir, staðsettir og síðan lagfærðir, er fullyrt að endurbæturnar afstýri 355 dauðaslysum og mjög alvarlegum slysum næstu 20 árin.
27.06.2016
-Volkswagen Group ætti að eigin frumkvæði að bjóða evrópskum eigendum VW bíla með útblásturssvindlbúnaði samskonar skaðabætur og boðnar verða þeim bandarísku, segir Elzbieta Bienkowska yfirmaður (ígildi ráðherra) iðnaðarmála hjá Evrópusambandinu við dagblaðið Welt am Sonntag á sunnudag.
27.06.2016
European Transport Safety Council (ETSC) hefur gefið út samantekt um umferðarslys ársins 2015 í Evrópu. Samantektin er byggð á umferðarslysatölum hvers ríkis um sig og sýnir að banaslysum fjölgaði um eitt prósent miðað við árið á undan. ETSC bendir sérstaklega á fjóra megin áhættuþætti að baki slysanna.
27.06.2016
Í liðinni viku opnuðu ráðherrar samgöngu- og orkumála formlega fyrsta vegarspottann í Svíþjóð semkalla má rafmagnsveg. Um er að ræða tveggja kílómetra kafla af E16 veginum utan við Sandviken.
22.06.2016
Örsmár tveggja farþega leigubíll verður tekinn í notkun í München í Þýskalandi á næsta ári. Bíllinn sjálfur er lítið stærri um sig en tveggja manna rafmagns-borgarfarartækið Twizy frá Renault, er rafknúinn og með útskiptanlegum rafhlöðum.
22.06.2016
Ríkissaksóknarinn í þýska sambandsríkinuer að setja af staðsérstakarannsókn á þætti Martin Winterkorn, fyrrv. forstjóra Volkswagen samsteypunnar í útblástursvindlmálinu. Forstjórinn fyrrverandi hefur verið sakaður um að hafa vitað miklu meira um málið og aðdraganda þess en hann hefur viljað vera láta.
21.06.2016
Umtalsverður munur er á eiginleikum sumar- og vetrarhjólbarða. Hann þýðir það að að sumarhjólbarðar duga illa í vetrarfæri og vetrarhjólbarðar illa í sumarfæri. Erfitt hefur reynst að sameina hina góðu eiginleika beggja í einum og sama hjólbarðanum þannig að viðunandi sé.