30.12.2017
Orka náttúrunnar tók í gær í notkun nýja hlöðu fyrir rafbílaeigendur við þjónustustöð Skeljungs í Hveragerði. Hún er búin hvort tveggja hraðhleðslu og hefðbundinni. Hlöður ON eru nú orðnar 25 talsins, í öllum landsfjórðungum og hringvegurinn verður orðinn vel fær rafmagnsbílum fyrir páska 2018.
28.12.2017
Frá því að Nissan fór að bjóða nýju kynslóð rafmagnsbílsins Leaf í forsölu í Evrópu fyrir tveimur mánuðum hafa rúmlega tíu þúsund manns lagt inn pöntun, þar af rúmlega sjötíu hér á landi síðan BL hóf forsölu 4. desember. Afhending fyrstu bílanna hefst í febrúar á meginlandinu og í mars hjá BL.
28.12.2017
Eins og komið hefur fram barst Neytendastofu á dögunum tilkynning frá BL ehf. um innkallanir á Nissan Navara D40 árgerð 2005-2012. Um er að ræða 517 bifreiðar.
27.12.2017
K.M þjónustan á Búðardal sem sér um FÍB Aðstoð til félagsmanna í Búðardal og nærsveitum hefur tekið í notkun nýjan öflugan björgunarbíl sem mun efla alla þjónustu á svæðinu til muna.
26.12.2017
Alvarlegum umferðarslysum fer fækkandi þegar tölur frá Samgöngustofu um fjölda umferðarslysa fyrstu tíu mánuði ársins eru skoðaðar. Yfir umrætt tímabil kemur fram að í heild fækkar alvarlega slösuðum og látnum úr 204 í 157 sem er rúmlega 20% fækkun á milli ára.
24.12.2017
Nýjustu bílar Kia fjölskyldunnar, Stinger og Stonic hafa hlotið 5 stjörnur, eða hæstu einkunn, í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP. Þessi nýjustu útspil frá Kia hafa fengið mikið lof fyrir framúrskarandi öryggisbúnað og fyrirbyggjandi varnir gegn árekstri.
22.12.2017
Það var líf og fjör í sýningarsal Audi á dögunum þegar Hekla gaf Borgarholtsskóla nýja kennslubifreið fyrir nema á bíltæknibraut. Bíllinn er af gerðinni Audi TT og er glæsilegur tveggja dyra sportbíll. Óhætt er að fullyrða að fáir nemendur fái að leika sér með jafn skemmtilegt tryllitæki.
21.12.2017
Ásýnd höfuðstöðva BMW í München tók stakkaskiptum í vikunni. Byggingin, sem er eitt helsta kennileiti borgarinnar hefur jafnan verið kölluð „ sýlindrarnir fjórir“ þar sem turnar höfuðstöðvanna minna strokka í sprengihreyfli; bílvélum BMW.
21.12.2017
Þjónusta Vegagerðarinnar um jólin má sjá hér á yfirliti. Þjónustan er skert yfir hátíðisdagana en er eigi að síður heldur meiri en nokkur síðustu jól. Á það sérstaklega við um Gullna hringinn og Hringveginn austur að Höfn í Hornafirði.
20.12.2017
Daninn Thomas Møller Thomsen var kjörinn forseti FIA Region 1, sem snýr að Evrópu, mið austurlöndum og Afríku, á þingi samtakanna sem haldið var í París á dögunum. Møller Thomas tekur við embættinu af Belganum Thierry Willermarck sem gengt hafði formennsku í fjögur ár.