01.06.2021
Nýskráningar fólksbifreiða fyrstu fimm mánuði ársins eru orðnar alls 4.208. Yfir sama tímabil í fyrra voru þær 3.369 þannig að aukningin er um 24,9%. Mikill samdráttur var í bílasölu í fyrra og átti heimsfaraldurinn þar stærstan þátt. Nú virðist bílasala vera að mjakast hægt og bítandi upp á við að því fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.
01.06.2021
Sett hefur verið á laggirnar nefnd sem sænska orkustofnunin stýrir til vinna að lausnum sem hefur það að markmiði að bæta aðgengi fyrir rafbílaeigendur þar í landi. Ljóst er að aðgengi til hleðslu í fjölbýlishúsum er skammt á veg komið. Fyrir þá sem eiga þess ekki kost að hlaða bílinn heima eða í vinnunni draga kannski á langinn að ráðast í kaup á rafbíl.
01.06.2021
Þær framkvæmdir sem Vegagerðin boðar á árinu 2021 munu kosta ríflega 35 milljarða króna, þar af eru 23,4 milljarðar ætlaðir til nýframkvæmda og um 12 milljarðar til viðhalds. Þetta var tilkynnt á útboðsþingi sem haldið var á dögunum. Þar kynntu ellefu fulltrúar opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu fyrir um 139 milljarða króna.
31.05.2021
Þann 11. maí s.l. tóku gildi lög um breytingu á umferðarlögum. Með breytingunni eru 15 greinar laganna lagfærðar ef svo má segja. Ein af þessum lagfæringum snýr að vistgötum. Í tíð eldri umferðarlaga var ákveðið að hámarkshraði í vistgötu skyldi vera 15 km/klst. Það þótti gefast ágætlega og olli ekki teljandi vandræðum.
27.05.2021
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi Ford Galaxy / X-Max bifreiðar af árgerð 2015-2020. Ástæða innköllunarinnar er að nauðsynlegt er á að skipta um bolta í hjólaspyrnu að aftan.
27.05.2021
Skýrslan „Rafskútur og umferðaröryggi“ var gefin út á dögunum en um er að ræða afrakstur rannsóknar VSÓ Ráðgjafar sem var styrkt af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborg. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hvaða áhrif rafskútur hafi á umferðaröryggi og hvaða þættir það eru sem helst ógna öryggi rafskútunotenda sem og annara vegfarenda í umferðinni.
25.05.2021
Tvenns konar fyrirkomulag er að mestu viðhaft hér á landi þegar þriðji aðili, bílasali eða þjónustusali, býður bíla til kaups erlendis frá.
25.05.2021
Max Mosley, fyrrverandi forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins,FiA, er látinn 81 árs að aldri. Hans er minnst fyrir mikið og óeigingjart starf innan hreyfingarinnar í mörgum mikilvægum málum.
22.05.2021
Í maímánuði 2019 breyttist bensínstöð Orkunnar norðan Miklubrautar í fyrstu fjölorkustöð landsins þar sem ökumenn og aðrir notendur gátu keypt nær alla endurnýjanlega orkugjafa sem framleiddir eru til samgangna hér á landi auk hefðbundis jarðefnaeldsneytis. Um sögulegan atburð var að ræða í orkusölu landsins því að þetta var í fyrsta skipti sem slíkt er gert á sömu áfyllingarstöðinni. Miklar vonir voru bundnar við opnun þessarar stöðvar og þótti hún marka ákveðið upphaf og framfaraspor að margra mati.
21.05.2021
Tæplega þrír af hverjum fjórum Norðmönnum sem keyptu sér nýjan bíl á síðasta ári völdu nýorkubíl. Þetta kemur fram í könnun sem Trading Platforms vann þar sem fram kemur sala á endurhlaðanlegum bílum um heim allan.