29.11.2022
Nýverið tók Persónuvernd fyrir kvörtun Autoledger ehf. rekstraraðila Þjónustubókarinnar gegn bifreiðaumboðinu BL ehf. Kvörtunarefnið sneri að höfnun BL um afhendingu á þjónustu- og viðgerðasögu 878 bifreiða sem Autoledger óskaði eftir á grundvellu umboða viðkomandi eigenda.
29.11.2022
Hið sofandi bílamerki Moskvich frá Sovéttímanum hefur nú verið endurvakið. Alþjóðlegu refsiaðgerðirnar gera Rússlandi erfitt fyrir að smíða bíla og mörg erlend bílamerki hafa yfirgefið landið alfarið. Til að leysa vandamálið verða Rússland að endurvekja sofandi Moskvich vörumerkið. Þar sem Renault seldi hlut sinn í Avtovaz bílasamsteypunni getur verksmiðjan fyrir utan Moskvu sem notuð var til samstarfsins nú smíðað Moskvich bíla í staðinn.
28.11.2022
Í byrjun ársins var álagning olíufélaganna á bensínlítrann um 40 krónur í sjálfsafgreiðslu. Núna hirða þau um 70 krónur á lítrann. Félögin leyna þessari hækkun í skjóli þess að verð hafi hækkað á heimsmarkaði. En það verð hefur snarlækkað og er nú það sama og í byrjun ársins. Þessi 75% hækkun álagningarinnar er ekkert annað en hreinræktað okur.
28.11.2022
Eins og kom fram í fréttatilkynningu fyrir helgina frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda er bensínlítrinn nú fimmtíu krónum dýrari en hann var í byrjun árs, þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð á olíu sé svipað og þá. Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir græðgi stjórna ferð hjá íslenskum olíufyrirtækjum.
25.11.2022
Lítri af bensíni er nú 50 krónum dýrari en í byrjun ársins, þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð á olíu sé í þessari viku á svipuðu róli og þá. Heimsmarkaðsverðið er uppreiknað með gengi íslensku krónunnar gagnvart Bandaríkjadal. Í janúar var fullt útsöluverð hjá N1 um 280 krónur en nú er það 333 krónur.
25.11.2022
Ökumenn hafa verið sektaðir í 346 tilvikum vegna ólöglegrar notkunar nagladekkja. Það er á fimm ára tímabili, frá ársbyrjun 2018 til 6. nóvember á yfirstandandi ári. Óheimilt er að nota nagladekk á tímabilinu 15. apríl til 31. október nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna.
25.11.2022
Nýi Kia Niro rafbíllinn hlaut hið virta Gullna stýri, sem almennt er talið mikilvægasta viðurkenning sem bílum getur hlotnast í Þýskalandi. Kia Niro, sem hlaut mikið lof þegar hann var kynntur til sögunnar fyrr á þessu ári, fékk Gullna stýrið 2022 í flokki lítilla SUV-bíla, þar sem samkeppnin er geysihörð. Tengiltvinnbíllinn Kia Sportage hafnaði í öðru sæti.
24.11.2022
Rúm 35% Reykvíkinga, 18 ára og eldri, nota rafhlaupahjólahjól eitthvað en sambærilegt hlutfall fyrir tveimur árum var 19%. Ríflega einn af hverjum 10 notar rafhlaupahjól vikulega eða oftar, tæplega 14% nota þau einu til þrisvar sinnum í mánuði og um 11% nota þau sjaldnar.
24.11.2022
Miðað við fjárlagafrumvarp nýju sænsku ríkisstjórnarinnar má ætla að Svíum muni reynast erfitt að uppfylla markmið sín í loftslagsmálum fyrir 2030. Reyndar eru andsnúnar raddir innan stjórnarinnar, sérstaklega á meðal Svíþjóðardemókrata, sem segja enga loftslagsvá fyrir dyrum þar eð engin vísindaleg rök liggir fyrir því að þeirra mati. Fleiri innan stjórnarinnar eru samt á þeirri skoðun að loftslagbreytingar séu að eiga sér stað og þær beri að taka alvarlega.
16.11.2022
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld, þar á meðal skattaívilnanir á rafmagns- og vetnisbifreiðar. Í ákvæði til bráðabirgðaílögum um virðisaukaskatt er kveðið á um sérstaka virðisaukaskattsívilnun vegna innflutnings og skattskyldrar sölu m.a. á rafmagns- og vetnisbifreiðum. Ívilnunin gildir út árið 2023 eða þar til 20.000 bifreiða fjöldamörkum er náð.