28.05.2020
Bílaiðnaðurinn um allan heim standur frammi fyrir vanda og eru stjórnendur bílaframleiðenda strax farnir að bretta upp ermar, rýna í framhaldið og gera áætlanir. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið bílaframleiðendur ansi grátt og hefur eftirspurnin sjaldan eða aldrei verið minni. Nú heyrast þær raddir að einhverjir bílasmiðir ætla í aukið samstarf og það sé ein leið til að komast fram úr þeim erfiðleikum sem þeir nú kljást við.
28.05.2020
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi ehf um að innkalla þurfi 30 Toyota RAV4 bifreiðar af árgerð 2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að stýrisarmar bifreiðanna séu gallaðir.
27.05.2020
Mikill rekstrarvandi blasir við franska bílaframleiðandanum Renault eins og komið hefur fram í fréttum. Ekki verður komist hjá því að segja upp starfsfólki á næstunni. Nú þegar hefur verið tilkynnt að segja þurfi upp hátt í 15 þúsund starfsmönnum.
27.05.2020
Það segir sína sögu hvað kórónaveiran hefur leikið bílaframleiðendur grátt en í aprílmánuði einum voru framleiddir 197 bílar í bílaverksmiðjum á Bretlandseyjum.Hafa verður í huga að bílaverksmiðjur hafa að mestu verið lokaðar eða starfsemin í lágmarki. Í sama mánuði fyrir ári síðan voru framleiddir 71 þúsund bílar að sögn breskra bílaframleiðenda.
27.05.2020
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið mörg fyrirtækin grátt um allan heim. Sum berjast í bökkum og önnur stefna í þrot eða hafa sótt um greiðslustöðvun. Bílaleigufyrirtækið Hertz er eitt þeirra sem óskað hafa eftir greiðslustöðvun í Bandaríkjunum. Á meðan hún varir ætla stjórnendur fyrirtækisins að vinna að því af öllum mætti að koma því á flot aftur.
27.05.2020
Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavíkurborg og Mosfellsbæ, áformar að tvöfalda Suðurlandsveg (1) frá vegamótum við Bæjarháls að Hólmsá ofan Reykjavíkur. Lagður verður 2 + 2 vegur og tengingum fækkað frá því sem nú er. Gerðir verða nýir aðskildir reið-, hjóla- og göngustígar. Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi allra fararmáta og tryggja greiðari umferð um Suðurlandsveg með því að aðskilja akstursstefnur.
26.05.2020
Bílasala fyrsta ársfjórðung þess árs í Evrópu drógst saman um heil 74% en greint var frá þessum gríðarlega samdrætti í dag. Bílasalan nær yfir 27 aðildarríki evrópusambandsins auk Bretlands, Noregs, Sviss og Ísland.
26.05.2020
Umferðin um lylkilsnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu dróst meira saman í síðustu viku en vikurnar tvær á undan. Umferðin í viku 21 var minni en bæði í viku 20 og í viku 19. í samanburði við sömu viku fyrir ári dróst umferðin saman um nærri 12 prósent sem er nokkuð meiri samdráttur en síðuðstu vikur á undan. Erfitt er að meta hvað veldur en líklega hefur uppstigningadagur áhrif af því fram kemur í upplýsingum frá Vegagerðinni.
25.05.2020
,,Kórónuveirufaraldurinn á eftir að breyta miklu í bílaframleiðslu á næstu árum. Eftirspurn eftir sprengihreyfilsbílum á eftir að minnka en að sama skapi mun sala á rafbílum eftir að aukast,“ sagði Håkan Samuelsson, forstjóri Volvo, á ráðstefnu með fjarfundarbúnaði í síðustu viku.
25.05.2020
„Þeir sem tóku bílpróf fyrir árið 1997 þeir fengu réttindi til að draga vagn upp að 3.500 kílóum og aka bíl upp að 3.500 kílóum en hins vegar þeir sem að tóku próf eftir 1997 fengu svokölluð b-réttindi og þar má heildarþyngd vagnlestarinnar ekki fara yfir 3.500 kíló. Ökumenn þurfa að ganga úr skugga um að þeir hafi réttindi til að aka um vegi landsins með hjólhýsi og eftirvagna. Hafa verður í huga að til að draga stóra vagna þarf nógu öfluga bíla,“ segir Björn Kristjánsson hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í viðtali í hádegisfréttum RÚV.