Fréttir

Malbik sem inniheldur lífbindiefni jafngott og venjulegt malbik

Rannsóknir á tilraunaútlögn malbiks frá í sumar sýna að útlögn blönduð lífbindiefni uppfyllir allar kröfur um hemlunarviðnám. Að auki stóðst það bæði hjólfarapróf og prófanir á nagladekkjaáraun. Með því að blanda lífbindiefni í hefðbundið bik gæti heildarkolefnissparnaðurinn numið 4675 tonnum CO2eq. á ári (í meðalári)