01.10.2019
Um 38,4% samdráttur var í sölu á nýjum bílum fyrstu níu mánuði yfirstandandi árs þegar tekið er mið af sama tíma á síðasta ári. 9.838 bílar seldust fyrstu níu mánuðina á móti 15.970 bílum í fyrra. Ýmsar ástæður eru taldar til sem valda þessum samdrætti og má í því sambandi benda á að enn hafa ekki náðst kjarasamningar við stóran hóp fólks í landinu. Ennfremur er bent á fall WOW-air og fleiri ástæður væri hægt hægt að nefna.
01.10.2019
Upplýsingar um akstur landsmanna sem fengnar eru með tilliti til bílnúmera eru persónugreinanlegar og þarf því þá að skoða hugmyndir um veggjöld í nýja samgöngusáttmálanum út frá persónuverndarlögum. Þetta kemur fram í umfjöllun í Morgunblaðinu um málið.
30.09.2019
,,Við leggjum áherslu á það að stíga mjög varlega til jarðar varðandi hugmyndir um vegtolla sem eru því miður allt of kostnaðarsamar hugmyndir og þetta rennur jú allt upp úr sama vasanum. Það er eðlilegt að umferðin borgi þann kostnað sem af henni hlýst en við höfum lagt áherslu á það að það er verið að innheimta í sköttum og gjöldum af bílum um það bil 80 milljarða á ári af hálfu hins opinbera,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, í viðtali við Morgunblaðið um helgina.
30.09.2019
Ný ÓB sjálfsafgreiðslustöð var opnuð í Vík í Mýrdal um helgina. Stöðin hentar vel bæði fólksbílum sem og atvinnubílum þar sem gott pláss er á stöðinni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.
27.09.2019
Sáttmáli ríkisins og sex sveitarfélaga um uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu á næstu 15 árum var undirritaður í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherrar borgarstjóri og bæjarstjórar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu sáttmálann.
25.09.2019
Truflun og afvegaleiðing einbeitingar við akstur er alvarlegt umferðaröryggismál. Það þarf ekki nema 2 sekúndna truflun til að valda slysi. Allt að 25% af árekstrum í umferðinni tengjast truflun. Um 25-30% af heildar tíma við akstur er varið í athafnir sem geta truflað eða afvegaleitt.
25.09.2019
Fimmtán sinnum fleiri erlendir ferðamenn óku á bílaleigubílum yfir vetrarmánuðina í fyrra en 2010. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn fyrirtækisins Rannsókn & ráðgjöf ferðaþjónustunnar sem birt er á vef Vegagerðarinnar .Heiti greinargerðarinnar er: Erlendir ferðamenn og hringvegurinn 2010-2018 , og er unnin af Rögnvaldi Guðmundssyni.
25.09.2019
Vinna heldur áfram við lagningu frárennslis- dren- og ídráttarlagna ásamt brunnum í hægri vegöxl á leggnum frá munna ganganna í Dýrafirði. Að hábungu og á nú eftir að leggja lagnir á um 1000 m kafla. Sem fyrr var unnið við uppsetningu á einangrunarklæðingu til vatnsvarna í göngunum ásamt því að byrjað var að sprautusteypa yfir klæðningarnar.
20.09.2019
FÍB hefur reiknað lauslega út að innheimta vegtolla á höfuðborgarsvæðinu kalli á myndatökuvélar á 160 gatnamótum stofnbrauta ef gjaldtakan á að verða sanngjörn og skilvirk.
19.09.2019
Drög að samkomulagi milli ríkis- og höfuðborgarsvæðisins um stórfellda uppbyggingu í samgöngum til að greiða fyrir umferð í borginni voru kynnt fyrir bæjarstjórum á höfuðborgarsvæðinu í gær.