31.03.2018
Þrátt fyrir styrkingu krónunnar síðustu vikurnar er Costco þeir einu um að láta neytendur njóta þessarar þróunar. Þetta segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB. Runólfur vísar þar til styrkingu krónunnar að undanförnu gagnvart bandaríkjadal. Hann segir ennfremur almennt vera fylgni á milli lækkunar eldsneytisverðs og styrkingu krónunnar.
27.03.2018
Hátíðarstemning var í kalsaveðri við Mývatn þegar ON tók þar í notkun hlöðu með hraðhleðslu fyrir rafbíla. Með þessu hefur ON varðað allan hringveginn hlöðum. Friðrik Jakobsson sem starfar við ferðaþjónustu í Mývatnssveit fékk sér fyrstu hleðsluna í dag að viðstöddum Þorsteini Gunnarssyni sveitarstjóra og Bjarna Má Júlíussyni, framkvæmdastjóra ON.
26.03.2018
Innheimtu veggjalds í Hvalfjarðargöngum verður hætt í september, að líkindum í síðari hluta mánaðarins. Þetta kom fram á aðalfundi Spalar sem á og rekur göngin.Framkvæmdastjóri, fjármálastjóri og endurskoðandi Spalar hafa farið rækilega yfir skuldbindingar félagsins annars vegar og tekjuáætlun hins vegar. Niðurstaðan er sem sagt sú að í einhvern tíma í september verði hætt að innheimta veggjald og í framhaldinu taki Vegagerðin við mannvirkinu og rekstri þess. Þess er að vænta að nánari tímasetning verði metin í maímánuði.
26.03.2018
Sópun á götum og stígum í Reykjavík hófst í síðustu viku um leið og veður leyfði og var það rúmri viku á undan áætlun. Þetta kemur fram á vefsíðu Reykjavíkurborgar. Fjölförnustu leiðirnar, allar stofnbrautir og tengigötur, sem og helstu göngu- og hjólastígar eru hreinsaðar fyrst. Þessar meginleiðir liggja þvert um borgarlandið og njóta því forgangs. Í framhaldi verður farið skipulega um hverfin og húsagötur sópaðar og þvegnar.
20.03.2018
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, opnaði í morgun fyrir aðgang að gagnagrunni EuroRAP þar sem hægt verður að skoða stjörnugjöf EuroRAP fyrir íslenska þjóðvegakerfið. FÍB hefur annast framkvæmd EuroRAP öryggisúttektarinnar á þeim 4.200 km af þjóðvegum landsins sem búið er að skrá í gagnagrunn EuroRAP.
20.03.2018
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílum um innkallanir á Suzuki bifreiðum. Um er að ræða SHVS bifreiðar af gerðunum Swift, Baleno, Ignis og Solio sem framleiddar voru árið 2016 til 2018.
20.03.2018
Kona í Arizona í Bandaríkjunum lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bifreið í vikunni. Þetta er fyrsta banaslysið þar sem gangandi vegfarandi verður fyrir sjálfkeyrandi bíl sem var á vegum akstursþjónustunnar Uber.
19.03.2018
Öryggismat FÍB og EuroRAP á 4.200 kílómetrum íslenska vegakerfisins verður kynnt á morgunfundi í Hörpu þann 20. mars næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í Kaldalóni Hörpu og hefst kl. 8.30 og stendur til 10. Það er FÍB sem sér um framkvæmd EuroRap á Íslandi.
19.03.2018
Sett hefur verið af stað rannsókn í Bandaríkjunum vegna alvarlegra atvika sem upp hafa komið í bílum frá Hyundai og Kía þar sem loftpúðar í umræddum bílum hafa ekki blásið út. Bandaríska umferðarstofan sem stendur að rannsókninni hefur fengið inn á borð til sín nokkur tilvik þar sem loftpúðar hafa ekki virkað sem skildi og hafa nokkrir látið lífið af þessum sökum.
14.03.2018
Hugmyndabíllinn IMx KURO hefur vakið mikla athygli á bílasýningunni í Genf sem lýkur nú um helgina. Bíllinn endurspeglar framtíðarsýn á samgöngumáta framtíðarinnar, en bíllinn býður ekki aðeins alsjálfvirka stjórn heldur les hann einnig heilabylgjur ökumanns.