31.10.2019
Þau tíðindi voru að berast úr bílaheiminum að ítalska-bandaríska samsteypan Fiat-Chrysler og Peugeot-Citroen væru búin að sameinast. Viðræður fyrirtækjanna um sameiningu er í raun búin að standa yfir allt þetta ár og lauk með undirskrift í morgun.
31.10.2019
Japanski bílaframleiðandinn Honda horfir til framtíðar hvað rafbílavæðinguna varðar. Á næstu þremur árum verða allir bíla frá fyrirtækinu í boði sem rafbílar. Á bílasýningunni sem er nýlokið í Tokyo frumsýndi Honda næstu kynslóð Honda Jazz en sex rafbílar verða komnir á markað fyrir árið 2022.
30.10.2019
Málþing um börn og samgöngur verður haldið föstudaginn 8. nóvember frá kl. 13 til 17 á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í samvinnu við Samgöngustofu og Vegagerðina. Málþingið verður haldið í Sveinatungu á Garðatorgi (Ráðhúsi Garðabæjar).
29.10.2019
Síðastliðin fimm ár hafa að meðaltali 74% bifreiðaeigenda á Akureyri ekið um á negldum hjólbörðum og hefur notkun aukist verulega undanfarin tvö ár. Þetta kemur frá á vefsíðu Akureyrarbæjar.
28.10.2019
Opnað var fyrir umferð um nýjan Suðurlandsveg milli Hveragerðis og Kotstrandakirkju um helgina. Opnunin verður aðeins á hluta vegarins til að byrja með. Þannig verður einungis önnur akrein af tveimur í austurátt opin fyrir umferð.
28.10.2019
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir það vekja furðu og vonbrigði að þrátt fyrir stórbreytta umferð og búskap í landinu skulum við enn verða með sérreglur um þau svæði landsins þar sem sveitastjórnir ákveða að setja ekki bann við lausagöngu búfjár. Þetta kemur fram í viðtali við Runólf í Morgunblaðinu um helgina.
24.10.2019
Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) og Bílgreinasambandið (BGS) gagnrýna áform atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að fella niður skilyrði um leyfisveitingar fyrir sölu notaðra ökutækja, þ.m.t. kröfu um námskeið og próf fyrir bílasal a í sameiginlegri umsögn.
23.10.2019
Vegagerðin hélt fyrir helgina morgunverðarfund undir yfirskriftinni Umferðaröryggi í þéttbýli. Áhugaverðir fyrirlestrar voru fluttir en fundurinn var afar vel sóttur. Fyrirlesarar voru Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri, Margrét Silja Þorkelsdóttir deildarstjóri tæknideildar Vegagerðarinnar á Akureyri, Svanhildur Jónsdóttir sviðsstjóri samgangna hjá VSÓ Ráðgjöf og Kolbrún Guðný Þorsteinsdóttir sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild á Samgöngustofu.
23.10.2019
Á bílasýningunni sem hefst í Tokyo í vikunni mun Toyota frumsýna nýjan bíl af gerðinni LQ en hann er sagður þeim kostum gæddur að geta myndað tilfinningasamband ökumanns og bílsins sjálfs.Umræddur bíll hefur yfir að ráða tækni til sjálfaksturs og gervigreindarbúnaði sem á að auka meiri samvinnu við ökumanninn.
21.10.2019
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um að innkalla þurfi 587 Subaru Forester bifreiðar af árgerð 2015 til 2018. Ástæða innköllunarinnar er að skynjari í farþegasæti getur bilað. Ef slík er raunin þá getur verið að loftpúðakerfi virki ekki sem skyldi. Viðgerð felst í því að skipt verður um skynjara í farþegasæti.