01.07.2021
Meirihluti er hlynntur þverun Vatnsfjarðar af því fram kemur í könnun sem unnin var af fyrirtækinu ENVALYS að beiðni Samgöngufélagsins. Svo sem í könnuninni kemur fram tóku 398 einstaklingar þátt í henni, en hún var öllum opin. Skiptust þeir í hópa eftir búsetu ( íbúar í Vesturbyggð, íbúar á Vestfjörðum utan Vesturbyggðar og íbúar annars staðar). Þá var þeim skipt eftir kyni og loks eftir aldri, (yngri en 25 ára, 25 til 44 ára, 45 ára til 66 ára og 67 ára og eldri).
30.06.2021
Framkvæmdir eru hafnar að nýju bílasölusvæði að Krókhálsi 7. Um er að ræða nýtt og fullkomið bílasölusvæði sem mun bjóða upp á gríðarlega gott úrval af notuðum bílum frá öllum helstu bílamerkjum.
30.06.2021
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart bílasölunni 100 bílar vegna tilboðsauglýsinga fyrirtækisins. Að því fram kemur í tilkynningu Neytendastofu barst ábending þar sem kvartað var yfir að bifreiðar voru auglýstar á tilboði án þess að fyrra verð væri tilgreint og að tilboðið hafi varað lengur en í sex vikur. Þá var kvartað yfir að þrátt fyrir að auglýst hafi verið að um takmarkað magn væri að ræða kæmi ekki fram í auglýsingunum hversu margar bifreiðar væru fáanlegar á tilboðsverði.
29.06.2021
Nærri fimmtíu króna verðmunur er á ódýrasta bensínlítranum og þeim dýrasta. Þannig er sextíu og fjórum þúsund krónum dýrara á ári að kaupa bensín á fjölskyldubílinn ef alltaf er keypt þar sem dýrast er en ef dælt er þar sem verðið er lægst. Hægt er að spara sér töluverðar fjárhæðir með að aka nokkra kílómetra milli stöðva á höfuðborgarsvæðinu að því fram kemur á ruv.is í umfjöllun um málið.
29.06.2021
Það er mikið klúður að Reykjavíkurborg hafi þurft að slökkva á 156 hleðslustaurum fyrir rafbíla, segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Málið verði flóknara eftir því sem það dragist á langinn að því fram kemur í samtali við Runólf á ruv.is
27.06.2021
Borgarráð hefur samþykkt að ganga til samninga við rekstraraðila bensínstöðva um fækkun bensínstöðva. Skrifað var undir samning við Festi og Krónuna, Olíuverslun Íslands og Haga og Skeljung um nýtt hlutverk bensínstöðvalóða í þeirra eigu. Olíufélögin munu sjá um framtíð eða sölu sinna lóða en með það fyrir augum að lóðirnar nýtist undir íbúðir og atvinnuhúsnæði.
27.06.2021
Á morgun verður slökkt á yfir 150 hleðslustöðvum fyrir rafbíla vítt og breitt um borgina. Haft er eftir borgarstjóra að ekkert sé annað í stöðunni því annars sæti Reykjavíkurborg dagsektum. Ekki var rétt staðið að útboðinu og verður verkefnið að öllum líkindum boðið út að nýju.
23.06.2021
Heildarakstur á öllu landinu, samkvæmt útreikningum Vegagerðarinnar, reyndist 22 prósentum minni árið 2020 en árið áður, þetta er sexfaldur samdráttur miðað við það sem mest hefur mælst áður. Eigi að síður nær aksturinn að vera meiri en árið 2015 sem skýrist af því að akstur á landinu hefur aukist gríðarlega á síðustu árum meðal annars vegna aukins ferðamannastraums.
23.06.2021
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Pústþjónustu BJB ehf sem er umboðsaðili Continental dekkja um að innkalla þurfi 16 bíldekk sem seld hafa verið hérlendis. Um er að ræða innköllun sem er í gildi á öllu EU og EES svæðinu.
22.06.2021
Orka náttúrunnar kynnti á dögunum nýja byltingarkennda lausn í hröðum heimi rafbílaeigenda. Í fyrsta sinn á Íslandi er nú hægt að fá heimahleðslustöðvar í áskriftarþjónustu í stað þess að rafbílaeigendur fjárfesti sjálfir í slíkum búnaði.