Fréttir

Metanknúnir bílar ekki lengur í boði

Í gær var sagt frá því á Mbl.is og í sjónvarpsfréttum RÚV að bílaumboðið Hekla hefði selt sinn síðasta metanbíl að sinni. Haft var eftir forstjóra Heklu, Friðberti Friðbertssyni, að ekki stæði til að flytja inn fleiri metanbíla að óbreyttu. Ekkert annað bílaumboð flytur inn metanknúna fólksbíla.

Rannsókn á AdBlue í löndum innan Evrópusambandsins

Neytendahópar víðsvegar um Evrópu skora á evrópsk neytendayfirvöld að hefja rannsókn á AdBlue í löndum innan Evrópusambandsins. Kvörtunin er til komin vegna tíðra bilana í AdBlue kerfi bíla. Á grundvelli þessara nýju sönnunargagna, kalla neytendahópar eftir því að evrópsk neytendayfirvöld rannsaki málið.

Búist við mikilli umferð um helgina

Ein af stærri ferðahelgum sumarsins er fram undan og margir sem verða á ferð og flugi. Búast má við mikilli umferð á Hringvegi (1) frá því snemma á föstudag og fram á sunnudagskvöld. Vegagerðin biðlar til vegfarenda að fara varlega í umferðinni, aka ekki yfir hámarkshraða, sýna þolinmæði og gera ráð fyrir að það tekur lengri tíma að fara á milli staða en vanalega.

Eigendaskipti á Dekkjahöllinni

Eign­ar­halds­fé­lagið Vekra, sem meðal ann­ars rek­ur bílaum­boðið Öskju, hef­ur gert samn­ing um kaup á öllu hluta­fé í fyr­ir­tæk­inu Dekkja­höll­inni. Eru kaup­in þó háð samþykki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Toyota söluhæsta bílategundin

Nú liggja fyrir sölutölur á nýskráðum fólksbílum á fyrstu sjö mánuðum þessa árs. Þar kemur í ljós að Toyota sker sig nokkuð úr í sölunni en það sem af er árinu hafa 2.193 Toyota bílar verið nýskráðir. Tesla er í öðru sæti með 1.584 bíla og Kia kemur í þriðja sætinu með 1.511 bíla. Dacia er í fjóðra sætinu með 1.005 seldar bifreiðar.

Lögreglan með hefðbundið eftirlit

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með hefðbundið eftirlit um verslunarmannahelgina eins og jafnan áður að því er fram kemur í tilkynningu. Áherslan í sumar hefur m.a. verið á eftirlit með hraðakstri, notkun farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar, ferðavögnum/eftirvögnum og hættulegum framúrakstri.

Búist við mikilli umferð á vegum landsins um helgina

Ein mesta ferðahelgi ársins er framundan og búast má við að fólk verði á faraldsfæti um land allt. Viðbúið er að mikil umferð verði á Hringvegi (1) alla helgina, ekki síst í kringum höfuðborgarsvæðið.

Ábendingar til ökumanna áður en haldið er út í umferðina

Verslunarmannahelgin hefur í gegnum árin verið ein mesta ferðahelgi ársins. Líkt og alltaf beinir FÍB því til ökumanna sem ætla að vera á ferðinni að gefa sér nægan tíma áður en haldið er út í umferðina. Munið að taka enga áhættu með framúrakstri, stillið hraðanum í hóf og spennið beltin. Markmiðið er að njóta ferðalagsins og tryggja að allir komi heilu og höldnu á áfangastað.

Skrifa undir sáttmála um samstarf gegn misnotkun og hatursorðræðu á netinu

FIA alþjóða samtök bifreiðaeigenda, FIA, og Alþjóða mótorhjólasambandið, FIM, undirrituðu um helgina sáttmála um samstarf í íþróttum sem hluti af alþjóðlegu bandalagi til að vinna gegn misnotkun og hatursorðræðu á netinu í íþróttum. Herferðin byggir á umfangsmikilli rannsóknaráætlun með sex alþjóðlegum styrkjum.

Verksamningur um þriðja áfanga Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar

Undirritaður hefur verið verksamningur sem snýst um þriðja áfanga Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar. Um er að ræða nýbygginu vegar á um 1,9 km kafla, auk þess sem byggð verða brúarmannvirki og undirgöng. Undirbúningur hefst strax í þessari viku og búist er við að framkvæmdir hefjist um miðjan ágúst.