01.04.2020
Eftir því sem fram kemur á vef Samgöngustofu er Tesla sú bílategund sem hefur selst mest á fyrstu þremur mánuðum þess árs. Alls hafa 415 bifreiðar selst af þessari tegund en fyrstu bílarnir komu hingað til lands í lok febrúar. Tesla er 16% nýskráninga það sem af er á árinu. Stærsti hluti Tesla bifreiða eru af gerðinni Model 3.
01.04.2020
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi 53 Toyota bifreiðar af ýmsum tegundum. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að bensíndæla getur verið gölluð.
31.03.2020
Atlantsolía fór fyrir verðlækkun á eldsneyti í gær þegar félagið lækkaði verð á bæði bensíni og dísilolíu um 5 krónur á lítra. Eftir verðbreytinguna algengasta verð á bensínlítra hjá Atlantsolíu 216,90 krónur og 211,90 krónur fyrir dísilolíulítra. Ódýrast er að versla hjá Atlantsolíu við Kaplakrika og Sprengisand en þar fór bensínlítrinn í 188,80 krónur og dísillítrinn í 188,40 krónur.
30.03.2020
Ef breytingartillögur efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis við stjórnarfumvarp um aðgerðapakka til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru nær fram að ganga mun endurgreiðsla á virðisaukaskatti ekki aðeins ná til framkvæmda við íbúðir og sumarhús heldur einnig til bílaviðgerða. Í umfjöllun í Morgunblaðinu um málið er haft eftir Óla Birni Kárasyni, formanni nefndarinnar, að þetta sé skref í rétta átt
30.03.2020
Umferðin þar sem af er mars, í lok viku 13, hefur umferðin í mánuðinum á höfuðborgarsvæðinu dregist saman um 21 prósent. Það jafngildir 0,7 prósenta samdrætti dag hvern. Samdrátturinn heldur því áfram að aukast eftir því sem samkomubann er hert og það lengist í því. Samdrátturinn í samfélaginu í heild endurspeglast í umferðinni.
27.03.2020
Drög að breytingum á reglugerð um skráningu ökutækja og drög að nýrri reglugerð um skoðun ökutækja hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar en frestur til að skila umsögn er til og með 13. apríl nk.
25.03.2020
Kórónafaraldurinn hefur í för með sér mikinn efnahagslegan samdrátt sem ekki sér fyrir endann á. Eldsneytisverð til íslenskra neytenda hefur lækkað töluvert undanfarið en mun minna en á flestum öðrum mörkuðum.
25.03.2020
Það sem af er mars hefur umferðin á Hringveginum dregist saman um 20-25 prósent. Allt upp í 42 prósent þar sem mest er. Fram kemur hjá Vegagerðinni að um ræði samdrátt sem skýrist auðvitað að mestu af Covid-19 og snarfækkun ferðamanna en telja verður líka líklegt að slæmt veður undanfarnar vikur spili líka inn í. Þannig leggst allt á eitt. Þetta er mun meiri samdráttur en á höfuðborgarsvæðinu eða um tvöfalt meiri.
25.03.2020
Álagningu vanrækslugjalds þann 1. apríl vegna skoðunar ökutækja verður frestað um einn mánuð til 1. maí vegna COVID-19 faraldursins. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur staðfest ákvörðunina með reglugerð sem birt verður í Stjórnartíðindum á morgun, 26. mars.
25.03.2020
Olíusala dróst saman milli ára og er þetta í fyrsta skipti síðan 2012 sem olíusala minnkar á milli ára samkvæmt bráðabirgðartölum Orkustofnunar. Árið 2018 var metár þegar seld olía fór í fyrsta skipti yfir milljón tonn (1.049 þús. tonn).