Fréttir

Varasamt að aka á vetrardekkjum yfir sumarið

Könnun Infact fyrir hönd Dekkmann í Noregi fyrir nokkrum misserum síðan sýndi að flestir Norðmenn hafa ekki hugmynd um það hversu hættulegt það er að aka á vetrardekkjum yfir sumarið. Könnunin leiddi í ljós að fimmti hver bíleigandi hefur ekið á ónegldum vetrardekkjum yfir sumarið. Einnig var spurt um hemlunarvegalengd bíls á vetrardekkjum við sumarhita á blautum vegi. Svörin voru langt frá raunveruleikanum.

Orkuskiptin munu ekki ganga eins greitt fyrir sig og boðað hefur verið

Um síðustu áramót var sett á fót nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins sem átti að endurskoða fjölbýlishúsalögin meðal annars með tilliti til rafbíla og hleðslu þeirra. Nefndin átti að skila af sér 1. mars en málinu hafi verið slegið á frest. Málið sé tímafrekt og tæknilega flókið en engu að síður þurfi að leysa úr því. Þetta kom fram í máli Sigurðar H. Guðjónssonar, formanns og framkvæmdastjóra Húseigendafélagsins í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.

Vegagerðin tekur við rekstri Spalar

Stjórn Spalar ehf. hefur komist að samkomulagi við Vegagerðina um að hún taki við félaginu á aðalfundi Spalar sem boðað er til á Akranesi á morgun, miðvikudaginn 29. maí. Spölur átti og rak Hvalfjarðargöng þar til Vegagerðin tók við þeim 30. september 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Speli í morgun.

Svíar herða regluverkið

Á næsta vetri koma til framkvæmda í Svíþjóð hertar reglur um vetrardekk og notkun þeirra. Þá verða M+S dekk (heilsársdekk) að vera með Alpa-snjókornamerkingu til að teljast hæf fyrir vetrarakstur. Í frétt í sænskum fjölmiðlum kemur fram að samgönguráðuneytið þar í landi leggi fram breytingu á skilgreiningunni á vetrardekkjum. Eldri skilgreingin, sú með M+S markinu, þykir ekki lengur duga heldur verða vetrardekkin nú að vera merkt með „Alpine peak/snowflake“, eða svokölluðu 3 PMSFmerkið. Í raun standast mörg M+S merki ekki kröfur í vetrarakstri.

Fiat Chrysler vill sameiningu við Renault

Þó nokkrar hræringar eru á alþjóðlegum bílamörkuðum um þessar mundir. Bílaframleiðendur margir eru að taka til í rekstrinum með það að markmiði að ná fram sem mestri hagræðingu sem lítur að framleiðslunni í heild sinni.

Eldsneytisútgjöld erlendra ferðamana vegna bílaleigubíla 10 milljarðar

Í rannsóknum sem fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar vann kemur í ljós að 61% erlendra gesta sem nýttu sér bílaleigubíla árið 2017 óku að meðaltali um 1.560 km þann tíma sem þeir leigðu bílana, eða um 230 km á dag að jafnaði þá 6,8 daga sem leigan stóð. Heildarakstur á hvern leigusamning var að jafnaði lengstur í júlí, um 2.100 km, en stystur í janúar, um 940 km.

Sjö þúsund Model 3 bílar framleiddir í viku hverri

Vinsældir á Model 3 bílnum frá Tesla aukast jafnt og þétt og nú er útlit fyrir að framleiðslumet verði slegið á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Nú er verið að framleiða sjö þúsund í viku hverri og fyrirtækinu hafa borist um 50 þúsund pantanir í bílinn frá áramótum.

Draga mun úr samdrættinum þegar líður á árið

Bílasala hér á landi var 34% minni í apríl miðað við sama mánuð fyrir ári síðan. Í apríl síðastliðnum seldust rúmlega tólf hundruð bílar samanborið við rétt rúmlega 1800 hundruð bíla í apríl í fyrra. Þess má geta að 3.922 bílar seldust fyrstu fjóra mánuði ársins þessa árs samanborið við 6.427 bíla sömu mánuði í fyrra.

Vegfarendur sýni tillitsemi og þolinmæði

Í dag verður áfram unnið við að fræsa og malbika í borginni og viðbúið að því fylgi einhver óþægindi fyrir vegfarendur, sem eru beðnir um að sýna þolinmæði og tillitssemi af því fram kemur á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Askja og ON í samstarf

Bílaumboðið Askja hélt fræðslufyrirlestur á dögunum um rafmagnaða framtíð Mercedes-Benz. Sérfræðingur frá Mercedes-Benz kynnti EQC og spennandi framtíð Mercedes-Benz rafbíla. Fjallað var um framtíð rafbílavæðingarinnar á Íslandi og sérfræðingar frá ON og hlada.is héldu stutt erindi um hleðslulausnir og þjónustu fyrir rafbíla. Rúmlega 100 manns mættu á viðburðinn sem fékk góðar undirtektir hjá gestum og greinilega mikill áhugi fyrir framtíð rafbíla á Íslandi.