30.10.2024
Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hyggst loka að minnsta kosti þremur verksmiðjum í Þýskalandi. Þessi ráðstöfun hefði það í för með sér að tugþúsundum starfsmanna verður sagt upp störfum. Afkastageta verksmiðja sem eftir verða í stærsta hagkerfi Evrópu verður minnkuð til muna. Þetta er mun víðtækari endurskipulagning en búist var við.
25.10.2024
Götulokanir verða í miðborg Reykjavíkur og mikil öryggisgæsla í og við lokaða svæðið á meðan þing Norðurlandaráðs 2024 fer fram í borginni. Þingið verður haldið á Alþingi og í Ráðhúsi Reykjavíkur.
24.10.2024
Ekkert gengur að semja um byggingu og fjármögnun nýrrar brúar yfir Ölfusá. Ríkið vill forðast lántökur fyrir framkvæmdinni og frekar fá verktaka til að byggja brúna á sinn kostnað. Verktakinn fái í staðinn að innheimta brúartolla í 20-30 ár til að mæta byggingar- og vaxtakostnaði.
24.10.2024
Sænski bílaframleiðandinn Volvo Cars fór fram úr væntingum um rekstrarhagnað á þriðja ársfjórðungi en lækkaði söluvaxtarspá sína fyrir árið þar sem hægist á iðnaðinum og áhrifin ná nú einnig til dýrari bíla.
24.10.2024
Um þessar mundir standa yfir kvikmyndatökur í Höfða vegna kvikmyndar um leiðtogafund Ronald Reagans fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og Mikhail Gorbachev fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna. Af þeim sökum verður lokað fyrir umferð á Sæbraut laugardaginn 26. Október af því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
23.10.2024
Kemi /Poulsen, sem leggur áherslu á vandaðar vörur og góða þjónustu, býður félagsmönnum FÍB 25% afslátt af rúðuþurrkum og bílaperum út nóvember.
22.10.2024
Nýr og glæsilegur Hleðslugarður Orku náttúrunnar hefur verið opnaður við Digranesgötu í Borgarnesi með samtals 14 tengjum.
18.10.2024
Olís mun opna fyrstu Glans bílaþvottastöðina við Langatanga í Mosfellsbæ á haustmánuðum. Fleiri stöðvar Glans munu svo líta dagsins ljós í kjölfarið eða á árinu 2025.
18.10.2024
Samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í vikunni að hætta tímabundið gjaldtöku fyrir notkun bílastæða við Aragötu, Oddagötu og Sæundargötu. Allar þessar götur eru í grennd við Háskóla Íslands. Hætt verður við gjaldtöku þar til að skólinn mun sjálfur hefja gjaldtöku á bílastæðum sínum.
17.10.2024
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt frumvarpsdrög um kílómetragjald á ökutæki í stað vörugjalda á eldsneyti. Miðað er við að lög um gjaldið taki gildi um næstu áramót. Fram kemur í tilkynningu að innleiðing nýs, einfaldara og sanngjarnara kerfis þar sem greitt er almennt kílómetragjald í stað sértækra gjalda á bensín og olíu hófst árið 2023.