Fréttir

Krísa í gangi hjá Volkswagen

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hyggst loka að minnsta kosti þremur verksmiðjum í Þýskalandi. Þessi ráðstöfun hefði það í för með sér að tugþúsundum starfsmanna verður sagt upp störfum. Afkastageta verksmiðja sem eftir verða í stærsta hagkerfi Evrópu verður minnkuð til muna. Þetta er mun víðtækari endurskipulagning en búist var við.

Götulokanir í miðborginni vegna Norðurlandaráðsþings 28.–31. október

Götulokanir verða í miðborg Reykjavíkur og mikil öryggisgæsla í og við lokaða svæðið á meðan þing Norðurlandaráðs 2024 fer fram í borginni. Þingið verður haldið á Alþingi og í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Ný Ölfusárbrú gæti kostað bíleigendur 92 milljarða króna

Ekkert gengur að semja um byggingu og fjármögnun nýrrar brúar yfir Ölfusá. Ríkið vill forðast lántökur fyrir framkvæmdinni og frekar fá verktaka til að byggja brúna á sinn kostnað. Verktakinn fái í staðinn að innheimta brúartolla í 20-30 ár til að mæta byggingar- og vaxtakostnaði.

Rekstrarhagnaður Volvo Cars fór fram úr væntingum

Sænski bílaframleiðandinn Volvo Cars fór fram úr væntingum um rekstrarhagnað á þriðja ársfjórðungi en lækkaði söluvaxtarspá sína fyrir árið þar sem hægist á iðnaðinum og áhrifin ná nú einnig til dýrari bíla.

Kvikmyndatökur við Sæbraut - Lokað fyrir alla bílaumferð

Um þessar mundir standa yfir kvikmyndatökur í Höfða vegna kvikmyndar um leiðtogafund Ronald Reagans fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og Mikhail Gorbachev fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna. Af þeim sökum verður lokað fyrir umferð á Sæbraut laugardaginn 26. Október af því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Kemi býður félagsmönnum FÍB 25% afslátt á rúðuþurrkum og bílaperum

Kemi /Poulsen, sem leggur áherslu á vandaðar vörur og góða þjónustu, býður félagsmönnum FÍB 25% afslátt af rúðuþurrkum og bílaperum út nóvember.

Stærsti Hleðslugarður ON hefur opnað í Borgarnesi

Nýr og glæsilegur Hleðslugarður Orku náttúrunnar hefur verið opnaður við Digranesgötu í Borgarnesi með samtals 14 tengjum.

Olís mun opna bílaþvottastöðvar undir nafninu Glans

Olís mun opna fyrstu Glans bílaþvottastöðina við Langatanga í Mosfellsbæ á haustmánuðum. Fleiri stöðvar Glans munu svo líta dagsins ljós í kjölfarið eða á árinu 2025.

Tímabundið hætt við gjaldtöku bílastæða við þrjár götur í nágrenni Háskóla Íslands

Samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í vikunni að hætta tímabundið gjaldtöku fyrir notkun bílastæða við Aragötu, Oddagötu og Sæundargötu. Allar þessar götur eru í grennd við Háskóla Íslands. Hætt verður við gjaldtöku þar til að skólinn mun sjálfur hefja gjaldtöku á bílastæðum sínum.

Frumvarp um kílómetragjald vegna notkunar ökutækja í samráðsgátt

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt frumvarpsdrög um kílómetragjald á ökutæki í stað vörugjalda á eldsneyti. Miðað er við að lög um gjaldið taki gildi um næstu áramót. Fram kemur í tilkynningu að innleiðing nýs, einfaldara og sanngjarnara kerfis þar sem greitt er almennt kílómetragjald í stað sértækra gjalda á bensín og olíu hófst árið 2023.