Nýtt glæsilegt FÍB-blað komið út
Nýtt tölublað FÍB blaðsins er komið út og stendur dreifing yfir til félagsmanna.
Mikið efni er í blaðinu um mál sem varðar bifreiðaeigendur og almenning miklu. Meðal þess má nefna umfjöllun um meðferð tjónabíla í kerfinu og greint frá bíl sem skemmdist mikið í útafkeyrslu og var afskráður sem ónýtur. Þessi bíll er nú afturgenginn – endurskráður og kominn á götuna og í þeim gögnum Bifreiðaskrár sem almenningur hefur aðgang að segir ekkert um að bíllinn sé tjónabíll.
Fjallað er um nýlega Evróputilskipun um dagljós bifreiða. Samkvæmt henni kveikir sjálfvirkur dagljósabúnaður ekki á afturljósunun bílanna sem þýðir að háskalega erfitt er að sjá þá í myrkri og dimmviðri. Tilskipunin virðist stangast á við umferðarlög sem segja að aka skuli ávallt með lögbundin ökuljós og afturljósin eru einmitt hluti þeirra.
Af öðru efni má svo nefna vetrardekkjakönnun FÍB og NAF 2015-16, Ódýr bílaleigubíll eða hvað? -Stöðusektir bílastæðasjóðs á menningarnótt, Grjóthríð á vegum. Félagsmaður sparar tugþúsundir – FÍB skírteinið með í fríinu.
Í bílaprófunum FÍB eru að þessu sinni Citroen Cactus, Volkswagen Passat, Mazda CX-3 og Mercedes Benz E-250.
Félagsmenn geta einnig lesið blaðið hér