Vetrarhjólbarðarnir 2007-2008
ADAC í Þýskalandi, systurfélag FÍB, hefur kannað gæði og veggrip flestra algengustu vetrarhjólbarðanna í ár. Hægt er að hlaða könnuninni niður sem PDF skjali hér. Könnunin hefur verið íslenskuð að hluta: Meginmálið og helstu skýringar eru á íslensku en annað er á Þýsku.
Þrátt fyrir að nokkur hluti hennar sé á Þýsku er könnunin engu að síður auðskilin hverjum sem les. Hún er í töfluformi og því er auðvelt að bera saman einstaka hjólbarða með því að rýna í töflurnar.
Hjólbarðarnir eru prófaðir við allar algengar vetraraðstæður og eru gefnar einkunnir fyrir hvern prófunarþátt. Einkunnirnar eru í raun refsistig þannig að því hærri sem talan er, þeim mun verr stóð hjólbarðinn sig í viðkomandi grein. Þeir hjólbarðar sem besta (lægsta) heildareinkunn fá eru sérstaklega tilgreindir sem framúrskarandi hjólbarðar. Þeir eru Dunlop SP Winter Response, Continental Winter Contact TS 800, Michelin Primacy Alpin PA 3 og Dunlop SP Winter Sport 3D.
Vakin skal athygli á því að í Þýskalandi eru negld vetrardekk ekki leyfð og því eru engin negld dekk prófuð þar. Sænska bílatímaritið Vi Bilägare hefur hins vegar prófað átta neglda vetrarhjólbarða og hægt er að lesa um þá hér.