Fréttir

Brýnt að lögum verði breytt

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir það hafa aukist undanfarið að tryggingafélög sæki á nýja bílaeigendur vegna skulda fyrri eiganda. Óformlegt samkomulag hafi verið gert árið 2020 en það sé ekki virt lengur. Þetta kom fram í máli Runólfs í samtali við fréttastofu ríkissjónvarpsins.

Hvatinn enn fyrir hendi

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra, segir að það sé ofsögum sagt að breytingar á ívilnunum í kaupum á rafbílum um síðustu áramót sé ástæðan fyrir minnkandi nýskráningum fólksbíla það sem af er árinu. Þetta var meðal þess sem fram kom í viðtali við ráðherrann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Rukkuð um gamla tryggingaskuld fyrri eiganda eftir bílakaup

Í gær sagði fréttastofa RÚV frá því að fólk sem hafði keypti bíl í febrúar hefði verið krafið um greiðslu rúmlega 300 þúsund króna tryggingaskuldar. Fyrri eigandi greiddi ekki tryggingar af bílnum og því átti að ganga á nýju eigendurna sem voru alls grunlausir um skuldina. Fólkið keypti sér Ford Explorer í febrúar og áttu þau ekki von á að fá innheimtubréf nokkrum mánuðum síðar upp á rúmar 300 þúsund krónur.