Fréttir

Lækkanir á heimsmarkaði skila sér að litlu leyti út í verðlag hér á landi

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir að þrátt fyrir að olíuverð hafi lækkað á heimsmarkaði og bandaríkjadalur veikst hefur það ekki skilað sér nema að litlu leyti út í verðlag á bensíni og dísilolíu hér á landi, en það sem af er þessum mánuði hefur heimsmarkaðsverð á olíu farið, umreiknað í íslenskar krónur, niður um 7-8 krónur á lítrann. Þetta kemur fram í viðtali við Runólf í Morgunblaðinu í dag.

Bætt umferðaröryggi á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargöt

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að veita heimild fyrir að halda áfram undirbúningi umferðaröryggisúrbóta á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu, sem og á strætóstöðvum og gönguþverun á Njarðargötu við Sturlugötu.

Framkvæmdir á fjölförnustu ljósstýrðu gatnamótum borgarinnar

Undanfarnar vikur hafa staðið yfir undirbúningsframkvæmdir við stjórnskáp umferðarljósa á fjölförnustu ljósstýrðu gatnamótum borgarinnar, Miklubraut/Kringlumýrarbraut.

Framkvæmdir fyrir Fossvogsbrú að hefjast Reykjavíkurmegin

Framkvæmdir fyrir Fossvogsbrú eru hafnar en vinna við landfyllingar og sjóvarnir hefst Reykjavíkurmegin á næstu dögum. Framkvæmdir hófust á Kársnesi í Kópavogi í janúar.

Um 85% bíla á negldum dekkjum á Akureyri í mars

Á Akureyri síðastliðinn föstudag var settur upp búnaður til að telja fjölda og reikna út hlutfall bíla sem eru á nagladekkjum. Teljarinn er við gangbraut yfir Hlíðarbraut milli Hlíðarfjallsvegar og Merkigils.

,,Slæmar fréttir á alla kanta“

Víðtæk tollahækkun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur varpað skugga yfir japanska bílaframleiðendur, þar sem Nissan, sem þegar stendur höllum fæti, gæti orðið fyrir mestum skaða.

Sumardekkjakönnun 2025 aðgengileg félagsmönnum á heimasíðu FÍB

Eins og mörg undanfarin ár hefur Motor, félagsblað norskra bifreiðaeigenda(NAF), veg og vanda af sumardekkjakönnuninni 2025. Prófunin fór fram í byrjun nóvember 2024 á braut fyrir utan Madríd á Spáni. Sumardekkjakönnun 2025 er nú aðgengileg félagsmönnum á heimasíðu FÍB.

Stafræn eigendaskipti – öruggari og hraðari skráning

Frá og með 1. maí mun Samgöngustofa beina eigendaskiptum ökutækja yfir í stafrænt ferli. Markmiðið er að einfalda umsýslu og auka öryggi. Pappírsferlið verður áfram í boði en afgreiðsla þess getur tekið allt að 7 daga þar sem aukin áhersla verður lögð á að tryggja öryggi og áreiðanleika gagna að því er fram kemur í tilkynningu frá Samgöngustofu.

Umferð um stofn­vegi jókst talsvert á höfuðborgarsvæðinu

Umferð um stofnvegi höfuðborgarsvæðis jókst talsvert milli marsmánaða 2024 og 2025, ef marka má þrjú lykil mælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu, eða um 4,2%.Umferð jókst í öllum þremur mælisniðum, mest í mælisniði á Hafnarfjarðarvegi eða 5,4% en minnst í mælisniði ofan Ártúnsbrekku eða 2,6%.

Kínverski rafbílaframleiðandinn Xiaomi með öfluga innkomu - grónir framleiðendur í vanda

Þýskir bílaframleiðendur eru vandræðum í Kína. Þeir hafa verið leiðandi í sölu á hágæða kraftmiklum bílum á kínverska markaðnum. Núna finna þeir fyrir öflugri samkeppni frá kínverskum keppinautum sem hafa sett ný viðmið varðandi hágæða bíla. Núna er mest eftirspurn í Kína eftir rafknúnum, snjöllum og hagkvæmum bílum.