Ferrariliðið í Formúlunni missir stærsta styrktaraðilann

The image “http://www.fib.is/myndir/FerrariF1.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Síðasta keppnistímabil Formúlu 1 var ekki ánægjulegt fyrir  hið söguríka keppnislið Ferrari. Og ekki skánar það nú þegar stærsti styrktaraðili liðsins sem er símafyrirtækið Vodafone ætlar ekki að endurnýja styrktarsamning sinn þegar hann rennur út í ársbyrjun 2007 heldur þess í stað á bílum keppinautarins McLaren. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Vodafone mun nýji styrktarsamningurinn við McLaren ná fram á næsta áratug, eins og það er orðað.  
Samningsupphæðin er ekki nefnd en samkvæmt Bloomberg fréttastofunni hefur Vodafone greitt Ferrari 40 milljón dollara á ári frá því árið 2002.