GM nær toppnum á ný
General Motors bílaframleiðandinn hefur aftur náð fyrri sess og er stærsti framleiðandinn á fyrri helmingi þessa árs. Þessi framleiðsluárangur er athyglisverður m.a. í ljósi þess að fyrir aðeins tveim árum var fyrirtækið tæknilega gjaldþrota og þurfti stóla á fjárstuðning bandarískra stjórnvalda til að koma í veg fyrir lokun. GM samstæðan framleiddi 4,5 milljónir bíla fyrstu sex mánuði ársins. Toyota var leiðandi á heimsmarkaði 2010. Framleiðsla Toyota bíla hefur dregist saman um 23% í ár samanborið við 2010. Þessi samdráttur er bein afleiðing af náttúruhamförunum í Japan fyrr í ár. Toyota framleiddi 3,4 milljónir bíla á fyrri helmingi ársins. Toyota er dottið niður í þriðja sætið því VW samstæðan er komin í annað sætið með 4,1 milljón bíla. Mest seldi GM bíllinn það sem af er ári er Chevrolet Cruze.