Karlabílar og konubílar
Breskt tryggingafélag hefur tekið saman lista yfir þá bíla sem oftast eru annarsvegar í eigu karla og hinsvegar kvenna. Kannski að með þessari samantekt sé loks komin fram einhverskonar staðfesting þess að sumir bílar séu meiri konubílar en karlabílar og öfugt.
Samkvæmt samantektinni er ljóst að hinn sígildi sportbíll Caterham Seven Classic er nánast alfarið í eigu karla enda trónir hann efstur á karlalistanum en hvergi á kvennalistanum. Önnur gerð hans sem nefnist Caterham Seven Supersport er meira að segja líka á karlalistanum – í þriðja sæti.
Greinilegt er að karlar eru meira fyrir mjög aflmikla og viðbragðsfljóta bíla en konurnar. Á karlalistanum er nefnilega að finna ofarlega bíla eins og Porsche 928, Ferrari 599 GTB Fiorino og Nissan GT-R. En greinilegt er líka að LandRover Defender og Bentley Arnage höfða líka til karla því karlar eru skráð’ir eigendur þeirra langflestra.
Konurna virðast samkvæmt þessu forðast eldsnöggu sportbílana en sækjast eftir litlum og liprum bílum því hjá þeim eru efstir á lista Volkswagen Beetle, Fiat 500C, Mini One Cabrio og Ford Street Ka. Á kvennalistanum koma auk þess oft fyrir fleiri tegundir Ford og Peugeot bíla.
Tíu mestu karlabílarnir
Caterham Seven Classic. |
Tíu mestu kvennabílarnir
Volkswagen Beetle Solar Cabriolet. |