Lækkað verð á fullbúnum alvörujeppa
15.11.2005
Kia Sorento - nú 190 þúsund kr. ódýrari.
Í auglýsingu á baksíðu nýs tölublaðs FÍB blaðsins sem félagsmenn hafa fengið sent heim segir að Kia Sorenti sé fullbúinn alvörujeppi á aðeins 3.175 þúsund krónur.
Lesendur eru beðnir að gæta að því að meðan blaðið var í vinnslu lækkaði verðið á þessum bíl um 190 þúsund krónur þannig að verðið er nú frá kr. 2.985.000,-