Öruggustu bílar í Bandaríkjunum að mati IIHS
21.12.2005
Saab 9-3 tv. og Subaru Legacy. Öruggustu bílar í USA að mati IIHS.
Bandaríska stofnunin Insurance Institute for Highway Safety, IIHS, hefur útnefnt tvær bílategundir sem þær öruggustu sem fást í Bandaríkjunum. Þetta eru Saab 9-3 SportSedan eins og hann nefnist þar, og Subaru Legacy stallbakur. Hlutu þessir bílar gullmerki IIHS.
Silfurmerki hlutu Audi A3 og A4, VW Jetta og Passat og Chevrolet Malibu. Í Bandaríkjunum tejast bílar eins og Toyota Corolla og Honda Civic til smábíla og var sérstök viðurkenning veitt „smábílum.“ Í þeim flokki hlaut einmitt Honda Civic gullmerki.