Þjónustudagur Toyota á laugardaginn

http://www.fib.is/myndir/Toyotavask.jpg
Vaskir Toyotamenn vaska Toyotabíla á þjónustudegi Toyota sem er á Eurovisiondaginn kemur.

Næstkomandi laugardag, Eurovisiondaginn, verður þjónustudagur Toyota. Þetta er í fimmta sinn sem þjónustudagurinn er haldinn, og hjá fjölda Toyotaeigenda er það orðinn hefð og hluti af stemmningunni í undirbúningnum fyrir Eurovisonkvöldið að koma við hjá Toyota og láta þvo bílinn.

Dagskrá þjónustudagsins hefst kl. 11 hjá Toyota í Kópavogi, Reykjanesbæ, á Ísafirði, Selfossi og Akureyri.  Eftir að bíllinn hefur verið þveginn og þurrkaður gefst Toyotaeigendum og fjölskyldum þeirra tækifæri til að gæða sér á léttum grillmat og svalandi gosi.

Starfsmenn Toyota standa þvottavaktina til kl. 15:00 á laugardag og hvetja sem flesta Toyotaeigendur til að koma og fá frían bílþvott og hressingu auk þess sem skoða má úrval nýrra og notaðra bíla.