Toyota gefur í og stefnir á ný met

The image “http://www.fib.is/myndir/Toyotalogo.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Stjórnendur Toyota stefna á nýtt met í sölu bíla á næsta ári. Toyota er nú næst stærsta bílaframleiðslufyrirtæki heims stefnir að því að verða stærst og auka söluna á heimsvísu um 9%. Náist markmiðið mun samtals 8,85 milljón Toyotur seljast í heiminum á næsta ári.
Fátt bendir til annars en markmiðið náist því að ýmis teikn eru á lofti um aukna eftirspurn eftir Toyota bílum í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. Toyota hyggst á næsta ári koma enn frekar til móts við bílakaupendur með því að koma fram með nýjar gerðir bíla.
En eftir því sem erlend fjármálablöð segja þá ætlar Katsuaki Watanabe stjórnarformaður Toyota ekki að láta þar við sitja heldur er markmið hans og samstjórnarmanna hans það að auka markaðshlutdeild Toyota á heimsvísu úr 12 í 15 prósent á næstu tíu árum.