Fréttir

Mjög góð bílasala það sem af er árinu

Bílasala á hér á landi sem og víðast hvar annars staðar í Evrópu hefur verið góð það sem af er þessu ári. Fyrstu ellefu mánuði ársins voru nýskráningar nýrra fólks- og sendibíla á Íslandi orðnar 22.221 þúsund en í fyrra á sama tíma rúmlega 19 þúsund.

Ljósaskilti skapa hættu í umferðinni

Í auknum mæli hafa verið sett upp ljósaskilti, LED-skilti við fjölfarnar umferðargötur á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Skiltin eru sett upp utan veghelgunarsvæðis Vegagerðarinnar sem heimilar ekki slík skilti. Ljósaskiltin geta verið mjög áberandi og þar af leiðandi truflandi því tilgangur þeirra er að fanga athygli vegfarenda. Víða eru skiltin við hraðar umferðargötur og skapa því töluverða hættu.

Réttindi á sjálfskipta bifreið

Breytingar hafa verið gerðar á reglugerð um ökuskírteini. Fyrir þau sem eru að taka bílpróf er ein breyting gerð nú sem getur skipt miklu máli. Nú er frjálst val um það hvort próf sé tekið á sjálfskipta eða beinskipta bifreið. Þetta kemur fram á vef Samgöngustofu.

Miklar nýjungar í vændum hjá BMW Group

BMW Group hefur kynnt mikla sókn á bílamarkaðnum. Í ræðu sem Harald Krüger, stjórnarformaður fyrirtækisins hélt á blaðamannafundi í München í byrjun mánaðarins kom m.a. fram að fyrir árslok 2018 verði fyrirtækið búið að kynna fjörutíu nýjar og uppfærðar gerðir BMW og MINI frá og með 1. janúar á þessu ári.

Gjaldtaka verður tekin upp á hraðhleðslustöðvum ON í byrjun febrúar

Frá 1. febrúar nk. hefur Orka náttúrunnar ákveðið að taka gjald fyrir notkun á hraðhleðslustöðvum sínum. Að því fram kemur í Fréttablaðinu í dag er búist við að hver hleðsla muni kosta á bilinu 400-500 krónur og að mínútan kosta 39 krónur. Rúmlega fjögur þúsund rafbílar eru skráðir hér á landi.

100% rafbíll frá Jaguar í lokaprófunum

Lokaprófanir á fyrsta 100% rafbíl Jaguar, hinum glæsilega I-PACE sportjeppa sem kemur á markað á næsta ári, hafa farið fram að undanförnu á hraðbrautunum í nágrenni Los Angeles í Bandaríkjunum.

Rafmagnaður strætisvagn á leiðinni

Mercedes-Benz hyggst setja í gang í lok næsta árs framleiðslu á Mercedes-Benz Citaro strætisvagni sem mun ganga eingöngu fyrir rafmagni. Strætisvagninn hefur engan útblástur og sérlega hljóðlátur enda hreinn rafbíll.

Sjö ára fangelsisdómur fyrir aðild í dísilhneykslinu

Dómstóll í Detroit í Bandaríkjunum dæmdi í vikunni Þjóðverjann Oliver Schmidt og fyrrverandi framkvæmdastjóra Volkswagen í Bandaríkjunum í sjö ára fangelsi fyrir aðild sína í dísilhneykslinu sem upp komst í Bandaríkjunum 2015. Hann fékk að auki sektargreiðslu upp á rúmar 40 milljónir íslenskar krónur.

Nýr CLS vekur athygli á sýningu í LA

Nýr Mercedes-Benz CLS var frumsýndur á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Los Angelesþ Bílsins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu eins og við mátti búast vakið mikla athygli.

Ökumenn nota í auknu mæli handfrjálsan búnað undir stýri

Samkvæmt könnun MMR hafa 47% Íslendinga talað í farsíma undir stýri án handfrjáls búnaðar á síðastliðnum tólf mánuðum. Ökumönnum sem tala í farasíma án handfrjáls búnaðar fer fækkandi en um er ræða 9% fækkun frá sömu könnun sem gerð var fyrir tólf mánuðum síðan.