Fréttir

BL ehf. innkallar Nissan Navara

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innkallanir á Nissan Navara D40 árgerð 2005-2012. Um er að ræða 517 bifreiðar.

Orka náttúrunnar opnar hlöðu við Jökulsárlón

Orka náttúrunnar hefur í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð opnað hlöðu fyrir rafbíla við Jökulsárlón. Starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs, þau Steinunn Hödd Harðardóttir og Sigurður Óskar Jónsson voru starfsfólki ON innan handar við að sækja fyrstu hleðsluna í vikunni.

500 nýir Mercedes-Benz fólksbílar á árinu

Bílaumboðið Askja afhenti á föstudaginn fimmhundraðasta Mercedes-Benz fólksbílinn á árinu. Þetta er metsala hjá Mercedes-Benz á Íslandi á einu ári.

Ný mislæg gatnamót tekin í notkun

Ný mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar voru tekin í notkun fyrir helgina. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra klippti á borða til að hleypa umferð um þetta nýja mannvirki. Gatnamótin leysa af hólmi hættuleg gatnamót á þessum stað og auka þannig umferðaröryggið.

Skattar á bíla í nýju fjárlagafrumvarpi

Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs vegna eldsneytisskatta muni hækka á næsta ári um 2.775 milljónir króna sem er 10,9% tekjuaukning samanborið við fjárlögin fyrir 2017. Þarna er um að ræða vörugjald og sérstakt vörugjald af bensíni og olíugjald af dísilolíu sem eiga að skila 28.240 milljónum króna í tekjur árið 2018.

Búnaður til útvarpssendinga tekinn í notkun í Bolungarvíkurgöngum

Í dag, föstudaginn 15. desember, var formlega tekinn í notkun búnaður til útsendinga útvarps í Bolungarvíkurgöngum. Fram til þessa hafa engar útvarpsútsendingar náðst í veggöngum hérlendis, öðrum en Hvalfjarðargöngum og nú hinum nýju Norðfjarðargöngum.

Fyrsta hleðslan á Djúpavogi

Ólöf Rún Stefánsdóttir rafbílaeigandi hlóð bílinn sinn á Djúpavogi í vikunni þegar tuttugasta hlaða ON var tekin þar í notkun. Hlaðan er hvorttveggja búin hraðhleðslu fyrir rafbíla og hefðbundinni hleðslu. Fyrir jól mun ON bæta við hlöðum sunnan Vatnajökuls og á Egilsstöðum.

BL innkallar Range Rover

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL um innkallanir á Range Rover og Range Rover Sport árgerð 2017. Um er að ræða 18 bifreiðar. Ástæða innköllunar er sú að skyndilega getur slokknað á mælaborðinu. Þegar þetta gerist koma engar upplýsingar fram í mælaborðinu en það kviknar á því aftur í akstri.

Framlög til samgöngumála verða aukin á næsta ári

Aukin framlög verða til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár sem fjármálaráðherra kynnti í dag.

Miklabraut við Klambratún – umferðaröryggisúttekt liggur fyrir

Umferðaröryggi á Miklubraut hefur verið töluvert í umræðunni upp á síðkastið. Nú liggur fyrir seinni umferðaröryggisrýni á endurbótum á Miklubraut við Klambratún vegna strætóreinar, göngu- og hjólastíga ásamt breytinga á götu.