08.11.2017
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu um innkallanir Mitsubishi bifreiðum. Um er að ræða þrjár innkallanir:
08.11.2017
Bílasala á Íslandi í október var einstaklega góð og ef fram heldur sem horfir virðist allt stefna í að salan slái fyrr met hér á landi. Í nýjustu tölum frá Bílagreinasambandi Íslands kemur í ljós að bílasalan á yfirstandandi ári verði á þriðja tug þúsunda nýskráðra bíla.
07.11.2017
Norski bílavefurinn BilNorge greinir frá því að sala á nýjum bifreiðum í Evrópu hafa tekið kipp í september. Svolítill afturkippur var á markaðnum þar á undan en svo virðist sem markaðurinn sé að rétta úr kútnum eins og kemur fram í fréttum.
06.11.2017
Umferðin um þrjú mælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu jókst um ríflega níu prósent í nýliðnum október og hefur ekki aukist jafnmikið síðan árið 2007. Umferðin í ár hefur aukist um heil 8,5 prósent sem þýðir að alls hafa 51 milljón ökutækja farið um mælisniðin þrjú á 10 mánuðum. Það stefnir í að umferðin aukist um átta prósent í ár sem er gríðarlega mikil aukning.
03.11.2017
Árlega vetrardekkjakönnun FÍB leiðir ekki bara í ljós að neytendur standa frammi fyrir meira úrvali en oft áður heldur er verð á vetrardekkjum mun hagstæðara nú en í fyrra. Hvað hefur breyst sem veldur þessari jákvæðu þróun neytendum til hagsbóta?
03.11.2017
Tilkynnt var um val á bíl ársins hjá Bandalagi íslenskra bílablaðamanna í gærkvöldi. Það var Peugeot 3008 sem hlýtur nafnbótina Bíll ársins að þessu sinni. Alls voru það 30 bílar sem sem valið stóð á milli þetta árið, en gjaldgengir eru glænýjar bílgerðir og nýjar kynslóðir þekktari gerða.
02.11.2017
Laugardaginn 4. nóvember verður haldin sýning á vistvænum bílum í húsakynnum Heklu Laugavegi. Vörumerki Heklu, Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi, eru leiðandi í tækniframförum, hönnun og þróun fjölbreyttra aflgjafa og Hekla býður í dag upp á tólf vistvæna bíla.
02.11.2017
Umferðin á Hringveginum í nýliðnum októbermánuði jókst um meira en 15 prósent frá sama mánuði í fyrra og aldrei áður hefur umferðin í október aukist jafnmikið. Umferðin um Suðurlandið jókst um ríflega 22 prósent. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.
01.11.2017
Kia Stinger hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en þessi nýi og spennandi grand tourismo bíll verður frumsýndur hjá Bílaumboðinu Öskju nk. laugardag kl. 12-16. Kia Stinger er fjögurra dyra, kraftmikill, fjórhjóladrifinn sportbíll og með honum setur Kia ný viðmið í hönnunar- og framleiðslusögu fyrirtækisins.
30.10.2017
Hekla náði nú á dögunum skemmtilegum tímamótum þegar 1.000 bíla múrinn var rofinn en aldrei fyrr hafa jafn margir vistvænir bílar frá Heklu selst á jafn skömmum tíma. Hekla er sem fyrr í fararbroddi á þessu sviði en 60% allra vistvænna bíla sem selst hafa á árinu koma frá Heklu.