Fréttir

Hekla hf innkallar Mitsubishi

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu um innkallanir Mitsubishi bifreiðum. Um er að ræða þrjár innkallanir:

Stefnir í að bílasala hér á landi slái fyrri met

Bílasala á Íslandi í október var einstaklega góð og ef fram heldur sem horfir virðist allt stefna í að salan slái fyrr met hér á landi. Í nýjustu tölum frá Bílagreinasambandi Íslands kemur í ljós að bílasalan á yfirstandandi ári verði á þriðja tug þúsunda nýskráðra bíla.

Nissan Qashqai annar mest seldi bíllinn í Evrópu í september

Norski bílavefurinn BilNorge greinir frá því að sala á nýjum bifreiðum í Evrópu hafa tekið kipp í september. Svolítill afturkippur var á markaðnum þar á undan en svo virðist sem markaðurinn sé að rétta úr kútnum eins og kemur fram í fréttum.

Mikil aukning umferðar á höfuðborgarsvæðinu í október

Umferðin um þrjú mælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu jókst um ríflega níu prósent í nýliðnum október og hefur ekki aukist jafnmikið síðan árið 2007. Umferðin í ár hefur aukist um heil 8,5 prósent sem þýðir að alls hafa 51 milljón ökutækja farið um mælisniðin þrjú á 10 mánuðum. Það stefnir í að umferðin aukist um átta prósent í ár sem er gríðarlega mikil aukning.

Costco og netverslun skekja hjólbarðamarkaðinn - dæmi um hátt í 50% verðlækkun á milli ára

Árlega vetrardekkjakönnun FÍB leiðir ekki bara í ljós að neytendur standa frammi fyrir meira úrvali en oft áður heldur er verð á vetrardekkjum mun hagstæðara nú en í fyrra. Hvað hefur breyst sem veldur þessari jákvæðu þróun neytendum til hagsbóta?

Bíll ársins er Peugeot 3008

Tilkynnt var um val á bíl ársins hjá Bandalagi íslenskra bílablaðamanna í gærkvöldi. Það var Peugeot 3008 sem hlýtur nafnbótina Bíll ársins að þessu sinni. Alls voru það 30 bílar sem sem valið stóð á milli þetta árið, en gjaldgengir eru glænýjar bílgerðir og nýjar kynslóðir þekktari gerða.

Vistvæn bílasýning

Laugardaginn 4. nóvember verður haldin sýning á vistvænum bílum í húsakynnum Heklu Laugavegi. Vörumerki Heklu, Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi, eru leiðandi í tækniframförum, hönnun og þróun fjölbreyttra aflgjafa og Hekla býður í dag upp á tólf vistvæna bíla.

Útlit fyrir 11% aukningu umferðar á Hringveginum á þessu ári

Umferðin á Hringveginum í nýliðnum októbermánuði jókst um meira en 15 prósent frá sama mánuði í fyrra og aldrei áður hefur umferðin í október aukist jafnmikið. Umferðin um Suðurlandið jókst um ríflega 22 prósent. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Kraftmikill Kia Stinger frumsýndur

Kia Stinger hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en þessi nýi og spennandi grand tourismo bíll verður frumsýndur hjá Bílaumboðinu Öskju nk. laugardag kl. 12-16. Kia Stinger er fjögurra dyra, kraftmikill, fjórhjóladrifinn sportbíll og með honum setur Kia ný viðmið í hönnunar- og framleiðslusögu fyrirtækisins.

Hekla rauf 1.000 bíla múrinn í sölu vistvænna bíla

Hekla náði nú á dögunum skemmtilegum tímamótum þegar 1.000 bíla múrinn var rofinn en aldrei fyrr hafa jafn margir vistvænir bílar frá Heklu selst á jafn skömmum tíma. Hekla er sem fyrr í fararbroddi á þessu sviði en 60% allra vistvænna bíla sem selst hafa á árinu koma frá Heklu.