17.11.2017
FÍB hefur átt mjög gott samstarf við Dagsverk ehf á Egilsstöðum í yfir þrjá áratugi. Dagur Kristmundsson stofnandi og eigandi fyrirtækisins hefur verið ,,kallinn í brúnni” allan þennan tíma.
17.11.2017
Árlega láta lífið yfir 3500 einstaklingar og hundruð þúsunda slasast í umferðinni í heiminum á degi hverjum. Enn fleiri þurfa að takast á við áföll,sorgir og eftirsjá af völdum þessa. Aljóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn með athöfn við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á sunnudaginn kemur, 19. nóvember.
17.11.2017
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um innköllun á Ford Kuga bifreiðum sem framleiddar voru á árabilinu 2012 - 2014.
17.11.2017
Vinnu við Norðfjarðargöngin er ekki lokið þótt þau hafi verið opnuð fyrir umferð á laugardaginn var. Næstu daga verður unnið við að steypa gólf í neyðarrýmum en verktakar eru í vandræðum í göngunum vegna umferðarhraðans sem þar er.
16.11.2017
Í umfjöllun Morgunblaðsins um að bílaumferðin hafi aldrei verið meiri á höfuðborgarsvæðinu segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, að kvörtunum vegna umferðatafa á umræddu svæði hafi farið fjölgandi síðustu ár.
13.11.2017
Varlega áætlað má gera ráð fyrir að innkoma Costco á olíumarkaðinn hafi lækkað eldsneytisverð að meðaltali á landinu öllu um 10 krónur á lítra. Þessi 10 krónu lækkun sparar neytendum 3,5 milljarða króna á einu ári eða nálægt 10.300 krónur á hvern íbúa á Íslandi.
12.11.2017
FÍB býður félagsmönnum uppá vegaaðstoð víða um land þar sem boðið er uppá dekkjaaðstoð, startaðstoð, eldsneytisaðstoð og dráttarbílaþjónustu.
11.11.2017
Í dag, laugardaginn 11. nóvember, verða Norðfjarðargöng formlega opnuð á hefð-bundinn hátt. Athöfnin fer fram við gangamunnann Eskifjarðar-megin. Kaffisamsæti verður að athöfn lokinni í Dalahöllinni, í Fannardal, Norðfirði.
10.11.2017
Laugardaginn 11. nóvember mun formlega ganga í gildi sú breyting á vegnúmerum á Austurlandi að framvegis liggur þjóðvegur númer 1, Hringvegurinn, um Suðurfirðina en ekki um Breiðdalsheiði líkt og verið hefur.
09.11.2017
Samkvæmt niðurstöðu könnunnar sem VÍS vann á tveimur fjölförnum gatnamótum í borginni á dögunum kemur í ljós að allt of margir virða ekki umferðarreglur og aka yfir á rauðu ljósi. Könnunin var gerð á annatíma, að morgni og síðdegis og sýndi að farið var yfir á rauðu á öðru hverju ljósi að jafnaði.