07.02.2018
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu fyrsta mánuð ársins 2018 jókst um 4,6 prósent frá sama mánuði fyrir ári síðan. Þetta er minni aukning en þá. Spálíkan umferðardeildar Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir því að miðað við það verði mun minni aukning í umferðinni í ár en í fyrra eða 3-4 prósent. Það er í takt við hagvaxtarspár en mikil fylgni er á milli umferðar á svæðinu og hagvaxtarins eftir því sem fram kemur úr tölum frá Vegagerðinni.
07.02.2018
Framfarir í öryggis- og tæknimálum fleygir fram með ýmsum hætti og eru flutningsmál þar engin undantekning. Það nýjasta á því sviði lýtur að vöruflutningabílum og kallast fyrirbærið ,,hópun“ (e. Platooning). Hópun felur í sér mikil samskipti milli flutningsbílanna þar sem notaðar eru myndavélar og radar til að tengja saman tvo eða fleiri flutningabíla í eins konar flutningalest eða hóp.
07.02.2018
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að vísa tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að hefja undirbúning að gerð neðanjarðarstokks á Miklubraut til borgarráðs. Borgarstjóra er falið að leita þegar í stað eftir samstarfi við ríkið og verði meðal annars skoðað hvort hagkvæmt sé að vinna verkið í einkaframkvæmd. Þetta kemur fram á mbl.is.
06.02.2018
Umferðin í janúar sem leið jókst um 5,9 prósent miðað við sama mánuð á síðast ári sem kemur ef til vill svolítið á óvart þar sem tíðarfar var frekar erfitt í mánuðinum og þörf á lokunum fjallvega tíðari en oft áður. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.
05.02.2018
Bílaframleiðendur geta verið tiltölulega ánægðir í upphafi árs en sölutölur gefa til kynna þó nokkra söluaukningu, bæði í Evrópu og eins vestan hafs. Í Bandaríkjunum heldur GM áfram sínum hlut en framleiðandinn seldi tæplega 200 þúsund bíla í janúar sem er örlítil aukningu frá sama mánuði í fyrra.
02.02.2018
Ekkert lát er í bílasölu á Íslandi en samkvæmt nýjum tölum frá Bílgreinasambandinu er 29,2% aukning í sölu á bílum í janúar nýliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Alls seldust 1.810 bílar í janúar í ár miðað við 1.402 bíla í janúar í fyrra.
02.02.2018
Samkvæmt umhverfisprófunum, sem laut að eldsneytis- og orkunýtingu og losun koltvísýrings ( co2) sem ADAC, Félag þýskra bifreiðaeigenda lét vinna, komu rafmagns- og tengiltvinnbílar sérlega vel út. Fjögur rafknúin ökutæki og einn tengiltvinnbíll röðuðu sér í efstu sætin og fengu fimm stjörnur. 105 tegundir bifreiða tóku þátt í könnunni.
02.02.2018
Í hlöðum Orku náttúrunnar, þar sem rafbílaeigendum er boðið upp á hraðhleðslu, verður þjónustan hér eftir seld. ON hefur boðið rafbílaeigendum þessa þjónustu frítt allt frá árinu 2014 en hún verður nú seld á 19 krónur á mínútu auk 20 króna fyrir hverja kílóvattstund. Rafbílaeigendur sem hyggjast kaupa þjónustuna verða að hafa virkjað hleðslulykil frá ON.
01.02.2018
Umfangsmikil könnun á ferðavenjum íbúa höfuðborgarsvæðisins fór fram í október 2017. Niðurstöður liggja nú fyrir og voru kynntar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær. Ferðamátaval Reykvíkinga breytist ekki mikið frá fyrri könnunum en sýnir nú almennan vöxt í samgöngum.